Kynning á stöðu verkefnis E- Valor ehf á Bakka
Málsnúmer 202503103
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 492. fundur - 10.04.2025
Á fund byggðarráðs kemur Þórhallur Bjarnason framkvæmdastjóri og fer yfir núverandi stöðu á verkefni E-Valor ehf. á Bakka.
Byggðarráð þakkar Þórhalli Bjarnasyni frá E-Valor ehf. fyrir góða og upplýsandi kynningu á fyrirhuguðu verkefni á Bakka.
Byggðarráð Norðurþings - 512. fundur - 18.12.2025
Fyrir byggðarráði liggur beiðni um að sveitarfélagið styðji við verkefnið með yfirlýsingu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram í drögum að yfirlýsingu og leggja fyrir ráðið að nýju á næsta fundi.