Byggðarráð Norðurþings
1.Kynning á stöðu verkefnis E- Valor ehf á Bakka
Málsnúmer 202503103Vakta málsnúmer
2.Rekstur Norðurþings 2025
Málsnúmer 202501002Vakta málsnúmer
3.Samskipti og samráð ríkisins og Alþingis við sveitarfélög og sveitarstjórnarstigið.
Málsnúmer 202504036Vakta málsnúmer
Sum málanna hafa verið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda á meðan önnur hafa verið til umfjöllunar á Alþingi og hægt að senda inn umsagnir vegna þeirra í umsagnargátt þingsins. Málin eiga það flest sameiginlegt að sveitarfélögunum hefur ekki verið boðið að senda inn umsögn og/eða að umsagnartími vegna þeirra hefur verið af afar skornum skammti eða allt niður í 10 daga.
Dæmi um mál sem hér um ræðir eru til að mynda frumvarp um sýslumann, frumvarp um breytingu á lögum um náttúruvernd, drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald og frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda.
Það vekur athygli að í málum þar sem aðilum er boðið að senda inn umsagnir skuli landshlutasamtök sveitarfélaga fá boð um að senda inn umsagnir fremur en sveitarfélögin sjálf. Landshlutasamtökin eru eins og öllum er kunnugt frjáls félagasamtök, en ekki sérstakt stjórnsýslustig. Þau ráða ekki fjárhag eða stjórnsýslu sveitarfélaganna heldur njóta þaðan framlaga til rekstrar og veita sveitarfélögum á hverju svæði vettvang til samtals og samstarfs.
Það má deila um það hvort farið sé að lögum við framlagningu sumra frumvarpanna, hvað varðar að meta þau með tilliti til fjárhagslegra áhrifa þeirra á sveitarfélögin, sbr. 129. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Sérstaklega vekja vinnubrögðin furðu þegar fyrir Alþingi liggur frumvarp til breytinga á fyrrnefndri grein sveitarstjórnarlaganna. Nái það frumvarp fram að ganga verða kröfur um mat og nákvæmni í framkvæmd matsins enn skýrari en áður.
Byggðarráð Norðurþings gagnrýnir vinnubrögðin og það virðingar- og samráðsleysi sem í þeim birtist gagnvart sveitarfélögunum.
4.Krubbur hugmyndahraðhlaup
Málsnúmer 202411024Vakta málsnúmer
Ráðið vísar hugmyndum um kennifyrirbæri til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
5.Rætur Icelandic Roots samtök Vestur-Íslendinga
Málsnúmer 202503105Vakta málsnúmer
Vakin er athygli sveitarstjórnarfólks á þessum viðburði og það hvatt til að taka tímann frá og mæta.
6.Styrktarsjóður EBÍ, umsóknir 2025
Málsnúmer 202504014Vakta málsnúmer
7.Nýjar samþykktir EBÍ-breytingar á kjöri í fulltrúaráð EBÍ
Málsnúmer 202504021Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur bréf til aðildarsveitarfélaga þar sem þessi breyting er útskýrð sem og fundargerð frá fulltrúaráðsfundinum.
8.Íbúafundur vegna áhrifa af völdum goss í Vatnajökli
Málsnúmer 202504029Vakta málsnúmer
Fundurinn var haldinn í samstarfi við almannavarnadeild LSNE og Veðurstofuna og m.a. að beiðni stjórnar RKÍ í Þingeyjarsýslum.
9.Íbúafundur; kynning á mögulegri starfsemi Carbfix í Norðurþingi
Málsnúmer 202504030Vakta málsnúmer
Nú fer af stað yfirgripsmeiri og ítarlegri vinna við framgang verkefnisins með þeim hagaðilum sem þurfa að koma að málinu.
10.Ársskýrsla og ársreikningur Norðurhjara 2024
Málsnúmer 202503122Vakta málsnúmer
11.Umsögn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga vegna frumvarps um breytingar á veiðigjaldi og samantekt KPMG
Málsnúmer 202504028Vakta málsnúmer
Með umsögninni er einnig samantekt gagna frá KPMG og bókun stjórnar.
12.Til umsagnar 268.mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis
Málsnúmer 202504020Vakta málsnúmer
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 23. apríl nk.
13.Aðalfundur Grænn Iðngarður á Bakka ehf.vegna ársins 2024
Málsnúmer 202504034Vakta málsnúmer
14.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf.2025
Málsnúmer 202504015Vakta málsnúmer
15.Aðalfundur Húsavíkurstofu vegna ársins 2024
Málsnúmer 202503120Vakta málsnúmer
16.Aðalfundur Vík hses.vegna ársins 2024
Málsnúmer 202504033Vakta málsnúmer
17.Aðalfundur Leigufélags Hvamms ehf.vegna ársins 2024
Málsnúmer 202504032Vakta málsnúmer
18.Aðalfundarboð 2025
Málsnúmer 202504035Vakta málsnúmer
19.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Málsnúmer 202412055Vakta málsnúmer
20.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Málsnúmer 202412055Vakta málsnúmer
21.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 2024
Málsnúmer 202403007Vakta málsnúmer
22.Umsagnarbeiðni um tímabundið áfengisleyfi frá Einari Óla Ólafssyni vegna tónlistarhátíðarinnar Hnoðra
Málsnúmer 202504038Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 10:40.
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir sat fundinn í fjarfundi.