Fara í efni

Fjölskylduráð - 154

Málsnúmer 2305009F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 135. fundur - 15.06.2023

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 154. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku: Helena og Aldey.
Bókun lögð fram af meirihluta:
Eftir að fyrsta formlega starfsári samþættingarverkefnisins er lokið má okkur öllum vera ljóst að verkefnið er komið til að vera. Þegar á heildina er litið gekk framkvæmd þess vel þó vissulega hafi verkefnið verið lærdómsferli með tilheyrandi áskorunum og úrlausnarefnum.
Ávinningur verkefnisins hvetur til frekari dáða, en þar má nefna eftirfarandi:
-
Nær til allra 4-8 ára barna og jafnar möguleika þeirra á að stunda íþróttir á Húsavík.
-
Verkefnið stuðlar að eflingu félags- og hreyfiþroska barna.
-
Brúar bil milli leik- og grunnskóla.
-
Almenn ánægja foreldra.
Verkefnið hefur reynst vera betri hvati til þátttöku í íþróttastarfi en t.d. frístundastyrkir sveitarfélagsins þar sem öll 4-8 ára börn hafa verið þátttakendur í því og þar með reynist það afar skilvirk leið til að stuðla að bættri lýðheilsu. Framundan er annað starfsár samþættingarverkefnisins. Gert er ráð fyrir að það verði með áþekkum hætti, verkefnið verði áfram í mótun en án stórra breytinga.
Við viljum koma á framfæri ánægju og þakklæti fyrir gott samstarf milli skóla, frístundar og Íþróttafélagsins Völsungs og vel unnin störf þeirra sem að verkefninu hafa komið og hafa tekið þátt í að yfirvinna hindranir til að verkefnið tækist til með sem bestum hætti.

Aðrir liðir fundargerðarinnar eru lagðir fram til kynningar.