Sveitarstjórn Norðurþings
1.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2022-2026
Málsnúmer 202205077Vakta málsnúmer
Einn fulltrúa sveitarfélagsins í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík.
Fyrir fundinum liggur tillaga um breytingu á varafulltrúa B lista í skipulags- og framkvæmdaráði, í stað Brynju Rúnar Benediktsdóttur komi Birna Björnsdóttir.
1. varaforseti verði Aldey Unnar Traustadóttir
2. varaforseti verði Hafrún Olgeirsdóttir
Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt með atkvæðum Hjálmars, Aldeyjar, Benónýs, Hafrúnar, Helenu, Ingibjargar, Soffíu og Eiðs.
Byggðarráð
Hafrún Olgeirsdóttir formaður
Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
Áki Hauksson aðalmaður
Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Varamenn í byggðarráði
Helena Eydís Ingólfsdóttir varamaður
Soffía Gísladóttir varamaður
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir varamaður
Rebekka Ásgeirsdóttir varamaður áheyrnarfulltrúa
Ingibjörg Benediktsdóttir varamaður áheyrnarfulltrúa
Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt með atkvæðum Hjálmars, Aldeyjar, Benónýs, Hafrúnar, Helenu, Ingibjargar, Soffíu og Eiðs.
Einn fulltrúa sveitarfélagsins í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík.
Birna Ásgeirsdóttir verður aðalmaður og Hafrún Olgeirsdóttir til vara, það er samþykkt samhljóða.
Fyrir fundinum liggur tillaga um breytingu á varafulltrúa B lista í skipulags- og framkvæmdaráði, í stað Brynju Rúnar Benediktsdóttur komi Birna Björnsdóttir.
Samþykkt samhljóða.
2.Reglur um fjárhagsaðstoð
Málsnúmer 202209011Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð samþykkir reglurnar og vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
3.Hönnun skíðavæðis við Reyðarárhnjúk
Málsnúmer 202204113Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð þakkar samráðshópi áhugafólks fyrir aðkomu þeirra að vinnu við hönnun heilsárs útivistarsvæðisins við Reyðarárhnjúk. Ráðið vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Tillaga
Undirrituð leggja til að skipulags- og framkvæmdaráð taki skýrslu um hönnun útivistarsvæðisins við Reyðarárhnjúk til umfjöllunar samhliða umfjöllun um framkvæmda- og fjárhagsáætlun m.t.t. áframhaldandi uppbyggingar á svæðinu. Jafnframt verði niðurstaða fundar með samráðshópi um uppbyggingu svæðisins nýtt til að forgangsraða framkvæmdum á svæðinu á komandi árum svo sem að bæta aðgengi og aðstöðu fyrir fólk og tæki. Enn fremur að áfram verði unnið með samráðshópnum að eflingu svæðisins.
Eiður Pétursson
Hafrún Olgeirsdóttir
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Soffía Gísladóttir
Tillagan er samþykkt samhljóða.
4.Endurskoðun reglna um félagslegt leiguhúsnæði Norðurþings 2023
Málsnúmer 202305078Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð samþykkir endurskoðaðar reglur um félagslegt leiguhúsnæði og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
5.Ósk um sameiningu lóða við Garðarsbraut 67-71
Málsnúmer 202305042Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gerður verði nýr lóðarleigusamningur fyrir lóðina að Garðarsbraut 67-71 á grundvelli fyrirliggjandi lóðarblaðs.
6.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna vatnstökuhola á Röndinni
Málsnúmer 202303051Vakta málsnúmer
Umsagnir voru eftirfarandi:
1. Vegagerðin, bréf dags. 17. maí 2023: Vegagerðin gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytingarnar.
2. Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ), bréf dags. 15. maí 2023: NÍ telur jákvætt að settir séu skilmálar um vöktun á vatnshæð í grunnvatnsholum. NÍ telur mikilvægt að settir verði skilmálar í starfsleyfi um reglulegt eftirlit með frárennsli í sjó. NÍ telur mikilvægt að fylgt verði þeim ákvæðum skipulags um að framkvæmdir verði ekki á varptíma fugla.
3. Umhverfisstofnun (UST), bréf dags. 15. maí 2023: UST gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar.
4. Minjastofnun Íslands (MÍ), bréf dags. 10. maí 2023: MÍ gerir ekki athugasemd við skipulagstillögurnar.
5. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (HNE), bréf dags. 25. apríl 2023: HNE gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytingarnar, en leggur áherslu á að grunnvatnsstaða og yfirborðsstaða nálægs votlendis verði vaktað líkt og skilgreint er í skipulagsskilmálum.
6. Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, fundargerð 9. maí 2023: Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar, en leggur áherslu á að ekki verði raskað friðlýstum náttúruminjum á svæðinu.
7. Hverfisráð Öxarfjarðar, tölvupóstur 24. apríl 2023: Hverfisráð gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að umsagnir gefi ekki tilefni til breytinga á skipulagstillögunni og leggur til við sveitarstjórn að breytingartillaga verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Samþykkt samhljóða.
7.Breyting á deiliskipulagi fyrir fiskeldisstöðina Röndina á Kópaskeri
Málsnúmer 202208025Vakta málsnúmer
Umsagnir voru eftirfarandi:
1. Vegagerðin, bréf dags. 17. maí 2023: Vegagerðin gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytingarnar.
2. Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ), bréf dags. 15. maí 2023: NÍ telur jákvætt að settir séu skilmálar um vöktun á vatnshæð í grunnvatnsholum. NÍ telur mikilvægt að settir verði skilmálar í starfsleyfi um reglulegt eftirlit með frárennsli í sjó. NÍ telur mikilvægt að fylgt verði þeim ákvæðum skipulags um að framkvæmdir verði ekki á varptíma fugla.
3. Umhverfisstofnun (UST), bréf dags. 15. maí 2023: UST gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar.
4. Minjastofnun Íslands (MÍ), bréf dags. 10. maí 2023: MÍ gerir ekki athugasemd við skipulagstillögurnar.
5. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (HNE), bréf dags. 25. apríl 2023: HNE gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytingarnar, en leggur áherslu á að grunnvatnsstaða og yfirborðsstaða nálægs votlendis verði vaktað líkt og skilgreint er í skipulagsskilmálum.
6. Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, fundargerð 9. maí 2023: Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar, en leggur áherslu á að ekki verði raskað friðlýstum náttúruminjum á svæðinu.
7. Hverfisráð Öxarfjarðar, tölvupóstur 24. apríl 2023: Hverfisráð gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að umsagnir gefi ekki tilefni til breytinga á skipulagstillögunni og leggur til við sveitarstjórn að breytingartillaga verði samþykkt eins og hún var kynnt.
8.Beiðni um landskipti á milli Lóns 1 og Lóns 2
Málsnúmer 202305104Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að tilgreind landspilda tilheyri Lóni 2.
9.Umsókn um lóð að Stakkholti 7
Málsnúmer 202305120Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Jónasi Sigmarssyni verði úthlutað lóðinni að Stakkholti 7 á Húsavík.
10.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036
Málsnúmer 202305060Vakta málsnúmer
Byggðarráð vísar fyrirliggjandi svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði og til staðfestingar í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
11.Umsókn um framkvæmdaleyfi til lagningar jarðstrengs á Kópaskerslínu 1
Málsnúmer 202306025Vakta málsnúmer
Samþykkt samhljóða.
12.Húsnæði fyrir frístund barna
Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer
Undirrituð leggja til að skipaður verði spretthópur til að rýna gögn málsins og mögulegar staðsetningar og leggja til nýja staðsetningu fyrir uppbyggingu frístundahúsnæðis og félagsmiðstöð á Húsavík.
Fjölskylduráði verði falið að skipa í hópinn og móta erindisbréf um starf hans og gert verði ráð fyrir að hópurinn hafi lokið vinnu sinni 1. september næstkomandi.
Samþykkt samhljóða.
13.Umboð til byggðarráðs í sumarleyfi sveitarstjórnar 2023
Málsnúmer 202306040Vakta málsnúmer
Umboðið gildir til og með 16. ágúst nk. frá lokum þessa sveitarstjórnarfundar.
14.Fjölskylduráð - 152
Málsnúmer 2305004FVakta málsnúmer
15.Fjölskylduráð - 153
Málsnúmer 2305007FVakta málsnúmer
Til máls tóku undir lið 7 "Grænuvellir - leikskóladagatal 2023-2024": Hafrún og Helena.
Til máls tóku undir lið 8 "HSN - Beiðni um aðstoð við mönnun nauðsynlegra heilbrigðisstétta": Aldey.
Aðrir liðir fundargerðarinnar eru lagðir fram til kynningar.
16.Fjölskylduráð - 154
Málsnúmer 2305009FVakta málsnúmer
Bókun lögð fram af meirihluta:
Eftir að fyrsta formlega starfsári samþættingarverkefnisins er lokið má okkur öllum vera ljóst að verkefnið er komið til að vera. Þegar á heildina er litið gekk framkvæmd þess vel þó vissulega hafi verkefnið verið lærdómsferli með tilheyrandi áskorunum og úrlausnarefnum.
Ávinningur verkefnisins hvetur til frekari dáða, en þar má nefna eftirfarandi:
-
Nær til allra 4-8 ára barna og jafnar möguleika þeirra á að stunda íþróttir á Húsavík.
-
Verkefnið stuðlar að eflingu félags- og hreyfiþroska barna.
-
Brúar bil milli leik- og grunnskóla.
-
Almenn ánægja foreldra.
Verkefnið hefur reynst vera betri hvati til þátttöku í íþróttastarfi en t.d. frístundastyrkir sveitarfélagsins þar sem öll 4-8 ára börn hafa verið þátttakendur í því og þar með reynist það afar skilvirk leið til að stuðla að bættri lýðheilsu. Framundan er annað starfsár samþættingarverkefnisins. Gert er ráð fyrir að það verði með áþekkum hætti, verkefnið verði áfram í mótun en án stórra breytinga.
Við viljum koma á framfæri ánægju og þakklæti fyrir gott samstarf milli skóla, frístundar og Íþróttafélagsins Völsungs og vel unnin störf þeirra sem að verkefninu hafa komið og hafa tekið þátt í að yfirvinna hindranir til að verkefnið tækist til með sem bestum hætti.
Aðrir liðir fundargerðarinnar eru lagðir fram til kynningar.
17.Fjölskylduráð - 155
Málsnúmer 2305012FVakta málsnúmer
18.Skipulags- og framkvæmdaráð - 156
Málsnúmer 2305005FVakta málsnúmer
19.Skipulags- og framkvæmdaráð - 157
Málsnúmer 2305008FVakta málsnúmer
20.Skipulags- og framkvæmdaráð - 158
Málsnúmer 2305010FVakta málsnúmer
21.Skipulags- og framkvæmdaráð - 159
Málsnúmer 2305013FVakta málsnúmer
22.Skipulags- og framkvæmdaráð - 160
Málsnúmer 2306003FVakta málsnúmer
23.Byggðarráð Norðurþings - 430
Málsnúmer 2305003FVakta málsnúmer
24.Byggðarráð Norðurþings - 431
Málsnúmer 2305011FVakta málsnúmer
25.Byggðarráð Norðurþings - 432
Málsnúmer 2306001FVakta málsnúmer
26.Orkuveita Húsavíkur ohf - 245
Málsnúmer 2305006FVakta málsnúmer
Til máls tóku undir lið 3 "Endurnýjun samninga um áframhaldandi samstarfi við Völsung": Hafrún, Hjálmar, Aldey og Helena.
Aðrir liðir fundargerðarinnar eru lagðir fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 14:40.
Upptöku frá 135. fundi sveitarstjórnar má finna á eftirfarandi link: https://www.youtube.com/watch?v=S6Mu0izF_GU