Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

191. fundur 30. apríl 2019 kl. 14:00 - 15:10 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
AÐALFUNDUR OH 30.04.2019
Fundarstjóri Reinhard Reynisson
Ragnar Jóhann Jónsson sat fundinn sem endurskoðandi OH.
Helena Eydís Ingólfsdóttir sat fundinn sem fulltrúi eiganda.

1.Aðalfundur OH 2019 - Skýrsla stjórnar

Málsnúmer 201904082Vakta málsnúmer

Stjórnarformaður fer yfir skýrslu stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna rekstrarársins 2018.
Stjórnarformaður OH fór yfir skýrslu stjórnar og starfsemi félagsins á árinu 2018.

2.Aðalfundur OH 2019 - Ársreikningur

Málsnúmer 201904084Vakta málsnúmer

Ársreikningur vegna rekstrarársins 2018 kynntur og borinn upp til samþykktar.
Endurskoðandi OH, Ragnar Jóhann Jónsson fór yfir ársreiknig félagsins vegna rekstrarársins 2018.
Ársreikningur borinn upp og hann samþykktur.

3.Aðalfundur OH 2019 - Ráðstöfun hagnaðar/taps

Málsnúmer 201904085Vakta málsnúmer

Ekki er gert ráð fyrir arðgreiðslum til hluthafa og því er fyrirliggjandi tillaga sú að hagnaður af rekstri félagsins á síðasta rekstrarári verði fluttur til næsta árs.
Samþykkt var að hagnaður ársins verði fluttur til næsta árs.

4.Aðalfundur OH 2019 - Kjör stjórnar

Málsnúmer 201904086Vakta málsnúmer

Tillaga að stjórn og varastjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf lögð fram.
Sigurgeir Höskuldsson - Aðalmaður
Birna Ásgeirsdóttir - Varamaður
Bergur Elías Ágústsson - Aðalmaður
Hafrún Olgeirsdóttir - Varamaður
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir - Aðalmaður
Guðmundur Halldór Halldórsson - varamaður
Tillaga að stjórn og varastjórn OH samþykkt einróma.

5.Aðalfundur OH 2019 - Kjör endurskoðanda

Málsnúmer 201904087Vakta málsnúmer

Fyrir aðalfundi liggur sú tillaga að Ragnar Jóhann Jónsson endurskoðandi f.h. Deloitte ehf. muni eftir sem áður, sjá um endurskoðun félagsins.
Tillaga að endurskoðanda OH er samþykkt.

6.Aðalfundur OH 2019 - Laun stjórnarmanna

Málsnúmer 201904088Vakta málsnúmer

Fyrir aðalfundi liggur tillaga um að laun stjórnarmanna verði óbreytt frá fyrra rekstrarári, enda taki þau mið af launum kjörinna fulltrú nefnda á vegum sveitarfélagsins hverju sinni.
Tillaga að launum stjórnarmanna er samþykkt.

7.Aðalfundur OH 2019 - Önnur mál

Málsnúmer 201904089Vakta málsnúmer

Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.
Sif Jóhannesdóttir þakkar samstjórnarmönnum og framkvæmdastjóra samstarfið á liðnu ári, en hún hverfur úr stjórn OH eftir þennan aðalfund félagsins.

Bergur Elías Ágústsson ítrekar varfærni í störfum og ákvörðunum stjórnar í framtíðinni.

Fundi slitið - kl. 15:10.