Orkuveita Húsavíkur ohf
Dagskrá
1.Yfirferð og undirritun ársreiknings OH vegna rekstrarársins 2019
Málsnúmer 202004089Vakta málsnúmer
Endurskoðandi Orkuveitu Húsavíkur ohf. fer yfir ársreikning félagsins vegna rekstrarársins 2019. Ársreikningur lagður fyrir stjórn OH til undirritunar.
Ragnar Jóhann Jónsson, endurskoðandi Orkuveitu Húsavíkur ohf. fór yfir og skýrði ársreikning OH vegna rekstrarársins 2019.
Ársreikningur undirritaður af stjórn OH, framkvæmdastjóra og endurskoðanda.
Undirrtiaður ársreikningur verður lagður fram til samþykktar á aðalfundi félagsins.
Ársreikningur undirritaður af stjórn OH, framkvæmdastjóra og endurskoðanda.
Undirrtiaður ársreikningur verður lagður fram til samþykktar á aðalfundi félagsins.
2.Sviðsmyndir í tengslum við framhald Eims
Málsnúmer 202005008Vakta málsnúmer
Umræða í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. um áframhaldandi þátttöku félagsins í EIMI, samstarfsverkefnis um bætta nýtingu orkuauðlinda á Norðurlandi eystra.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir að taka þátt í verkefninu og er hlynnt því að farið verði af stað af fullum þunga.
3.Safnlögn yfirborðsvatns í Stangarbakka
Málsnúmer 201810144Vakta málsnúmer
Uppgjör vegna framkvæmdar við safnlögn og útivistarstíg eftir Stangarbakka er lagt fram til kynningar.
Uppgjör framkvæmdar við Stangarbakkastíg lagt fram til kynningar.
4.Aðalfundur Mýsköpunar 6.des. 2019
Málsnúmer 201912001Vakta málsnúmer
Á 201 fundi stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. var bókuð ákvörðun stjórnar um þátttöku OH í hlutafjáraukningu Mýsköpunar ehf.
Staðfesting á þátttöku OH í hlutafjáraukningu MýSköpunar ehf. kynnt fyrir stjórn OH.
Fundi slitið - kl. 13:55.
Sigurður Markússon frá Landsvirkjun og Kristján Þór Magnusson, sveitarstjóri sátu fundinn undir fundarlið nr. 2.