Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

218. fundur 19. apríl 2021 kl. 09:00 - 10:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Níels Guðmundsson (ENOR), endurskoðandi OH og Drífa Valdimarsdóttir, fjármálastjóri sátu fundinn undir lið nr. 1

1.Ársreikningur Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2020

Málsnúmer 202103002Vakta málsnúmer

Ársreiknigur Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna rekstrarársins 2020 skýrður fyrir stjórn félagsins og undirritaður.
Níels Guðmundsson (ENOR), endurskoðandi OH kom á fundinn og fór yfir ársreikning OH vegna rekstrarársins 2020.
Ársreikningur félagsins undirritaður af stjórn, endurskoðanda og framkvæmdastjóra.

2.Kaup á setbekkjum sem staðsettir verði við útrás Búðarár í suðurfjöru

Málsnúmer 202104077Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf., hefur gert upp á myndarlegan hátt, plan við útrás Búðarár, var þetta gert samkvæmt tillögu Bergs Elíasar Ágústssonar til heiðurs sem og minningar 100 ára afmælis rafveitu Húsavíkur og þeim frumkvöðlum sem stóðu að þeirri virkjun. Ákaflega mikilvægt er að verkið verði klárað og í sumar svo sem flestir geti notið þessa fallega og sögulega reits.
Bergur Elías Ágústsson leggur fram þá tillögu að Orkuveita Húsavíkur ohf. kaupi þrjá setbekki sem staðsettir verða á ný uppgerðu plani við útrás Búðarár, þannig að íbúar og ferðamenn geti hvílt sig við útrásina og notið fjörunnar og náttúrunnar sem hún hefur upp á að bjóða.
Framkvæmdastjóra falið að koma upp aðstöðu á svæðinu við útrás Búðarár í suðurfjöru þar sem hægt verður að setjast niður og njóta tilverunnar.

3.Afhending vatns til Sjóbaða ehf

Málsnúmer 202101084Vakta málsnúmer

Til kynningar er afstaða stjórnar Sjóbaða ehf. í tengslum við afhendingarmál vatns til starfsemi sjóbaðanna á Höfða.
Orkuveita Húsavíkur hefur sett upp loka sem ætlað er að tryggja lokun fyrir rennsli jarðhitavökva inn í baðlaugar óháð virkni annars búnaðar Sjóbaðanna. Staða gastæmingar verður tekin að nýju þegar reynsla er komin á það gastæmingarferli sem stjórn OH horfir til.

Fundi slitið - kl. 10:50.