Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

230. fundur 20. apríl 2022 kl. 13:00 - 14:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
    Aðalmaður: Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
Starfsmenn
  • Benedikt Þór Jakobsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Benedikt Þór Jakobsson Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur
Dagskrá

1.Ársreikningur Orkuveitu Húsavíkur fyrir árið 2021

Málsnúmer 202203083Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn liggur yfirferð og undirritun ársreiknings Orkuveitu Húsavíkur ohf. fyrir rekstrarárið 2021.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir fyrirliggjandi ársreikning fyrir árið 2021.Vísar honum til aðalfundar félagsins sem haldinn verður 22. apríl 2022 klukkan 15:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings, samkvæmt auglýsingu þar um.

2.Samstarfsverkefnið Eimur

Málsnúmer 202204066Vakta málsnúmer

Bergur Elías óskar eftir að málið sé tekið fyrir á stjórnarfundi Orkuveitu Húsavíkur.
Orkuveita Húsavíkur hefur um þó nokkur ár verið aðili að framangreindum samstarfsvettvangi. Á heimasíðu félagsins er gert grein fyrir markmiðum þess, þar sem fram kemur að Eimur er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Norðurorku, Orkuveitu Húsavíkur og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Markmið verkefnisins er að bæta nýtingu orkuauðlinda og auka nýsköpun í orkumálum á Norðausturlandi. Ætlunin með samstarfinu er meðal annars að byggja upp atvinnulíf og auka verðmætasköpun á svæðinu, með sérstakri áherslu á sjálfbærni, grænar lausnir, nýsköpun og hátækni. Fyrirtækið er staðsett á Akureyri og eru þar þrír starfsmenn með aðsetur.
Þess er óskað eftirfarandi verði lagt fyrir stjórnarfund Orkuveitu Húsavíkur ohf.
a. Yfirlit yfir alla þá fjármuni sem OH hefur lagt í verkefnið frá upphafi, sundurliðað niður á hvert ár fyrir sig.
b. Allar fundargerðir stjórnar verði lagðar fyrir fundinn frá upphafi.
c. Skriflegar og hnitmiðaðar upplýsingar um öll þau verkefni sem félagið Eimur hefur unnið að á starfssvæði Orkuveitu Húsavíkur, samstarfsaðilar, verkefnahugmynd og staða þeirra verkefna í dag
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur óskar eftir að framkvæmdarstjóri Eims komi og fari yfir fyrirspurnir Bergs Elíasar Ágústsonar sem óskað var eftir fyrir tæpum mánuði.

Stjórn er sammála um að tilnefna Rekstrarstjóra Orkuveitu Húsavíkur, Benedikt Þór Jakobsson sem fulltrúa félagsins í stjórn Eims á næsta aðalfundi.

3.Óskað er eftir að gögn um launakostnaður, sem og annar kostnaður vegna stjórnarmanna á árinu 2021

Málsnúmer 202204067Vakta málsnúmer

Óskað er eftir að gögn um launakostnaður, sem og annar kostnaður vegna stjórnarmanna (aðal og varamanna, sundurliðag á einstakling) á árinu 2021 verði lagður fram til kynningar með skriflegum hætti ásamt fjölda stjórnarfunda sem einstaka aðalmenn annarsvegar og varmenn hinsvegar hafa mætta á.
Bergur Elías óskar að eftirfarandi verði fært til bókar.

Fjöldi stjórnarfundar hjá Orkuveitur Húsavíkur ohf á árinu 2021 var 12

Aðalmenn í stjórn
Sigurgeir Höskuldsson, fundir:12 mæting: 100% Greiðslur ári: 717.112 pr. fund: 59.759
Bergur Elías Ágústsson, fundir:12 mæting: 100% Greiðslur ári: 430.265 pr. fund: 35.855
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, fundir: mæting: 0% Greiðslur ári 0 pr. fund: 0

Varamenn í stjórn (í röð)
Birna Ásgeirsdóttir, fundir:0 mæting:0 Greiðslur ári: 0 pr. fund:0
Hafrún Olgeirsdóttir, fundir:0 mæting:0 Greiðslur ári:0 pr. fund:0
Guðmundur Halldór Halldórsson, fundir:12 mæting: 100% Greiðslur ári:430.265 pr. fund: 35.855
Samtals: 1.577.642 pr. fund 131.470

Fyrir lá minnisblað frá Rekstrarstjóra um greiðslur til stjórnar.

4.Golfklúbbur Húsavíkur Ósk um fjárstuðning til eflingar barna- og undlingastarfi.

Málsnúmer 202204071Vakta málsnúmer

Stjórn GH hefur tekið þá ákvörðun á einblína á uppbyggingu barna- og unglingastarfs innan golfklúbbsins.
Og leitar þá Gólfklúbbur Húsavíkur til Orkuveitu Húsavíkur um fjárstuðning svo unt sé að halda áfram þessu starfi. Er þess óskað að styrkurinn verði allt að 500.000 kr. á ári næstu 3 árin.
Bergur Elías samþykkir að veita GH fjárstuðning til eflingar barna- og unglingastarfs næstu 3 árin að upphæð 500.000kr. á ári.

Sigurgeir Höskuldsson og Guðmundur Halldórsson viku af fundi við afgreiðslu þessa liðs.

5.Tilboð í hlut Orkuveitu Húsavíkur í Mýsköpun

Málsnúmer 202204072Vakta málsnúmer

Fjárfestingarfélag Þingeyinga hefur gert tilboð í hlut Orkuveitu Húsavíkur í Mýsköpun ehf. Fyrir stjórn liggur bregðast við erindi Fjárfestingafélags Þingeyinga.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur er jákvæð í garð Fjárfestingafélags Þingeyinga og mun að svo stöddu veita félaginu að svo stöddu umboð sitt til að fara með eignarhlut Orkuveitu Húsavíkur í Mýsköpun á næstkomandi aðalfundi.

Varðandi sölu hyggst stjórn ekki selja téðan hlut að sinni, en er tilbúin til frekari umræðna.

Fundi slitið - kl. 14:30.