Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

22. apríl 2022 kl. 15:00 - 15:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Benedikt Þór Jakobsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Benedikt Þór Jakobsson Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur
Dagskrá
AÐALFUNDUR OH 2022
Eftirfarandi aðilar sátu fundinn auk stjórnarmanna Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Fundarstjóri - Bergur Elías Ágústsson.
Fulltrúi og umboðshafi eiganda Orkuveitu Húsavíkur ohf. - Helena Eydís Ingólfsdóttir.

1.Aðalfundur OH 2022-Starfsemi OH á árinu 2021

Málsnúmer 202204083Vakta málsnúmer

Staða og starfsemi félagsins á liðnu rekstrarári skýrð fyrir hluthafa félagsins.
Formaður stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. fór yfir starfsemi félagsins á liðnu rekstrarári og skýrir frá því helsta sem markað hefur rekstur OH.

2.Aðalfundur OH 2022-Ársreikningur vegna rekstrarársins 2021

Málsnúmer 202204084Vakta málsnúmer

Undirritaður ársreikningur Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna rekstrarársins 2021 lagður fram til samþykktar ásamt athugasemdum endurskoðenda félagsins.
Ársreikningur samþykktur.

3.Aðalfundur OH 2022-Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðartaps á reikningsárinu

Málsnúmer 202204085Vakta málsnúmer

Tillaga borin upp til samþykktar um hvernig hagnaði/tapi félagsins á reikningsárinu skuli ráðstafað.
Fyrir liggur tillaga frá eiganda félagsins um að greiddur verði út arður af rekstrar- og söluhagnaði eigna undanfarin ár, að undanskildum hagnaði af rekstri vatns- og fráveitu og að arðgreiðsla nemi kr. 122.000.000.

Tillagan er samþykkt.

4.Aðalfundur OH 2022-Kjör stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf

Málsnúmer 202204086Vakta málsnúmer

Tillaga hluthafa að stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. fyrir komandi starfsár félagsins borin upp til samþykktar.
Tillaga hluthafa er að stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. sitji óbreytt.
Aðalmenn: Sigurgeir Höskuldsson, Bergur Elías Ágústsson, Kolbrún Ada Gunnarsdóttir.
Varamenn: Guðmundur Halldór Halldórsson, Hafrún Olgeirsdóttir, Birna Ásgeirsdóttir.

Tillagan er samþykkt.

5.Aðalfundur OH 2022-Kjör endurskoðanda Orkuveitu Húsavíkur ohf

Málsnúmer 202204087Vakta málsnúmer

Tillaga um endurskoðanda Orkuveitu Húsavíkur ohf. á komandi rekstrarári borin upp til samþykktar.
Tillaga liggur fyrir um að ENOR verði áfram endurskoðandi félagsins og er sú tillaga samþykkt.

6.Aðalfundur OH 2022-Ákvörðun um laun stjórnarmanna OH

Málsnúmer 202204088Vakta málsnúmer

Ákvörðun skal tekin um laun stjórnarmanna fyrir störf þeirra í þágu félagsins.
Tillaga liggur fyrir um að greiðslur til stjórnarmanna verði til samræmis við greiðslur fyrir nefndarsetu hjá Norðurþingi og er sú tillaga samþykkt.

7.Aðalfundur OH 2022-Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur mál

Málsnúmer 202204089Vakta málsnúmer

Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.
Engin mál borin upp undir þessum fundarlið.

Fundi slitið - kl. 15:35.