Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

236. fundur 28. september 2022 kl. 13:00 - 15:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Valdimar Halldórsson
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson
Starfsmenn
  • Benedikt Þór Jakobsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Benedikt Þór Jakobsson Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur
Dagskrá

1.Endurnýjun samninga um áframhaldandi samstarf

Málsnúmer 202209082Vakta málsnúmer

Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir framkvæmdarstjóri Eims kemur inn á fundinn og kynnir starfsemina fyrir nýrri stjórn.

Frá árinu 2017 hefur Orkuveita Húsavíkur verið hluti af Eim nýsköpunarverkefni. Samningurinn var endurnýjaður árið 2020 og rennur út í september 2023. Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur liggur ósk um samþykki um að Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið komi að verkefninu sem nýr bakhjarl.

Stjórn Orkuveitu Húsavíkur þakkar góða kynningu á starfsemi Eims.

Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneyti sem nýjan bakhjarl Eims.

2.Bakvaktir tillaga um samvinnu á milli sviða

Málsnúmer 202209083Vakta málsnúmer

Valdimar Halldórsson leggur fram tillögu um að rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur hefji samræður við stjórnendur Norðurþings um samræmingu bakvakta milli sviða í Norðurþingi.
Innan Norðurþings er starfsfólk á nokkrum sviðum á bakvöktum utan hefðbundins vinnutíma. Hluti af þessum bakvöktum er á verklegum sviðum Norðurþings.
Undirritaður, stjórnarmaður í Orkuveitu Húsavíkur, leggur hér fram tillögu um að rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur hefji skoðun á því, í samvinnu við stjórnendur Norðurþings, hvort hægt sé að endurskipuleggja bakvaktir innan verklegra sviða Norðurþings þannig að hagræðing náist fram. Talsverðir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi ef vel tekst til.

Valdimar Halldórsson,
stjórnarmaður í Orkuveitu Húsavíkur

Stjórn samþykkir að fela rekstrarstjóra að hefja viðræður við stjórnendur Norðurþings.

3.Erindi varðandi sölu á Vallholtsvegi 3

Málsnúmer 202209084Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur liggur fyrir að taka ákvörðun um sölu á Vallholtsvegi 3.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að fela rekstrarstjóra að setja eign OH að Vallholtsvegi 3 í söluferli.

4.Sala búnaðar í Orkustöð

Málsnúmer 202209086Vakta málsnúmer

Frá því að Orkustöðin í Víðimóum hætti rekstri hefur búnaður legið ónýttur. Búnaðurinn er allt frá stórum varmaskiptum niður í minnsta rafmagnsbúnað. Mikil vermæti er í þessum búnaði og óskar rekstrarstjóri eftir að fá heimild til að selja þennan búnað, bæði vegna þess að Orkuveita Húsavíkur sér ekki fram á að nýta búnaðinn eins væri hægt að nýta húsnæðið undir starfsemi Orkuveitunnar.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að fela rekstrarstjóra að hefja söluferli á tækjum og búnaði í orkustöð.

5.Kynning rekstrarstjóra á stöðu mála

Málsnúmer 202208057Vakta málsnúmer

Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur fer yfir stöðu mála.
Rekstrarstjóri kynnti helstu daglegu verkefni OH.

6.Orkuver Orkuveitu Húsavíkur að Hrísmóum

Málsnúmer 202208056Vakta málsnúmer

Á 235. fundi OH 19. ágúst 2022, var eftirfarandi bókað: Stjórn Orkuveitu Húsavíkur felur rekstrarstjóra að taka saman gögn um málið fyrir nýja stjórn OH.
Stjórn OH felur rekstrarstjóra að svara erindi Þingorku.

Fundi slitið - kl. 15:45.