Orkuveita Húsavíkur ohf
Dagskrá
1.Aðalfundur OH 2023-Starfsemi OH á árinu 2022
Málsnúmer 202304053Vakta málsnúmer
Staða og starfsemi félagsins á liðnu rekstrarári skýrð fyrir hluthafa félagsins.
Formaður stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. fór yfir starfsemi félagsins á liðnu rekstrarári og skýrir frá því helsta sem markað hefur rekstur OH.
2.Aðalfundur OH 2023-Ársreikningur vegna rekstrarársins 2022
Málsnúmer 202304054Vakta málsnúmer
Undirritaður ársreikningur Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna rekstrarársins 2022 lagður fram til samþykktar ásamt athugasemdum endurskoðenda félagsins.
Ársreikningur samþykktur.
3.Aðalfundur OH 2023-Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar eða tap á reikningsárinu
Málsnúmer 202304055Vakta málsnúmer
Tillaga borin upp til samþykktar um hvernig hagnaði/tapi félagsins á reikningsárinu skuli ráðstafað.
Fyrir liggur tillaga frá eiganda félagsins um að greiddur verði út arður af rekstrar- og söluhagnaði eigna undanfarin ár, að undanskildum hagnaði af rekstri vatns- og fráveitu og að arðgreiðsla nemi kr. 66.000.000.
4.Aðalfundur OH 2023-Kjör stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf
Málsnúmer 202304056Vakta málsnúmer
Tillaga hluthafa að stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. fyrir komandi starfsár félagsins borin upp til samþykktar.
Tillaga hluthafa er að stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Aðalmenn: Sigurgeir Höskuldsson (D), Bylgja Steingrímsdóttir (B), Valdimar Halldórsson (V)
Varamenn: Birna Ásgeirsdóttir (D), Eysteinn Heiðar Kristjánsson (B) Ingibjörg Benediktsdóttir (V)
Samþykkt.
Aðalmenn: Sigurgeir Höskuldsson (D), Bylgja Steingrímsdóttir (B), Valdimar Halldórsson (V)
Varamenn: Birna Ásgeirsdóttir (D), Eysteinn Heiðar Kristjánsson (B) Ingibjörg Benediktsdóttir (V)
Samþykkt.
5.Aðalfundur OH 2023-Kjör endurskoðanda Orkuveitu Húsavíkur ohf
Málsnúmer 202304057Vakta málsnúmer
Tillaga um endurskoðanda Orkuveitu Húsavíkur ohf. á komandi rekstrarári borin upp til samþykktar.
Tillaga liggur fyrir um að ENOR ehf. verði áfram endurskoðandi félagsins og er sú tillaga samþykkt.
6.Aðalfundur OH 2023-Ákvörðun um laun stjórnarmanna OH
Málsnúmer 202304058Vakta málsnúmer
Ákvörðun skal tekin um laun stjórnarmanna fyrir störf þeirra í þágu félagsins.
Tillaga liggur fyrir um að greiðslur til stjórnarmanna verði til samræmis við greiðslur fyrir nefndarsetu hjá Norðurþingi og er sú tillaga samþykkt.
7.Aðalfundur OH 2023-Breytingar á Samþykktum Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Málsnúmer 202304027Vakta málsnúmer
Á 242. fundi stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. var eftirfarandi bókað:
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að vísa endurskoðuðum samþykktum Orkuveitu Húsavíkur ohf. til aðalfundar.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að vísa endurskoðuðum samþykktum Orkuveitu Húsavíkur ohf. til aðalfundar.
Fyrirliggjandi samþykktir Orkuveitu Húsavíkur ohf. eru samþykktar.
8.Aðalfundur OH 2023-Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur mál
Málsnúmer 202304059Vakta málsnúmer
Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.
Engin mál borin upp undir þessum fundarlið.
Fundi slitið - kl. 13:40.
Fundarstjóri Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings.
Endurskoðandi Níels Guðmundsson frá Enor ehf. sat fundinn.