Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

264. fundur 08. apríl 2025 kl. 09:00 - 10:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Valdimar Halldórsson varaformaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson varamaður
Starfsmenn
  • Benedikt Þór Jakobsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Benedikt Þór Jakobsson Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur
Dagskrá

1.Ársreikningur Orkuveitu Húsavíkur ohf.fyrir árið 2024

Málsnúmer 202503119Vakta málsnúmer

Ársreikningur Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna rekstrarársins 2024 lagður fram til samþykktar og undirritunar.
Ársreikningur Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna rekstrarársins 2024 er samþykktur og undirritaður rafrænt.

Ég samþykki ársreikninginn sem sýnir líkt og áður mjög sterka stöðu OH sem er jákvætt. Vek þó athygli á því að líklegast er hagnaður af vatnsveitu-sviði félagsins (kalda vatnið) meiri en lög og reglur um vatnsveitur gera ráð fyrir.
Valdimar Halldórsson

2.Kynning rekstrarstjóra á stöðu mála

Málsnúmer 202208057Vakta málsnúmer

Rekstrarstjóri fer yfir helstu mál Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar góða yfirferð rekstrarstjóra.

Fundi slitið - kl. 10:40.