Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

147. fundur 14. febrúar 2023 kl. 13:00 - 15:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Kolbrún Heiða Valbergsdóttir varaformaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Freyr Stefánsson varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir lið 4.

1.Fornleifarannsóknir og yfirborðsfrágangur á Búðarvöllum

Málsnúmer 202206130Vakta málsnúmer

Á fundinn komu Birgitta Svavarsdóttir og Geir Ívarsson eigandur Garðarshólma ehf.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Birgittu og Geir fyrir komuna á fundinn og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja hönnun á Búðarvöllum samkvæmt umræðum á fundinum.

2.Umhverfisstefna Norðurþings

Málsnúmer 201707063Vakta málsnúmer

Á fundinn kom Gunnar Páll Eydal Umhverfis- og auðlindafræðingur frá Verkís.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Gunnari Páli fyrir komuna á fundinn.

3.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis

Málsnúmer 202111014Vakta málsnúmer

Um áramót tóku gildi ný lög um sorphirðu á Íslandi. Þar er sveitarfélögum gert skylt að flokka með sérsöfnun við íbúðarhús í fjóra flokka. Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur tillaga að uppfærðum samningi við Íslenska gámafélagið um sorphirðu í Norðurþingi til samræmis við lagabreytingu.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi uppfærslu á samningi. Ráðið vísar uppfærslu samnings til samþykktar í sveitarstjórn.

4.Bakkagata 15, Útskálar, ósk um söluheimild.

Málsnúmer 202302007Vakta málsnúmer

Á 141. fundi fjölskylduráðs 7.02.2023, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð leggur til að Bakkagata 15 verði seld og vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að setja Bakkagötu 15 á Kópaskeri í söluferli.

5.Minnisblað vegna ágangs búfjár

Málsnúmer 202302012Vakta málsnúmer

Til kynningar er minnisblað vegna ágangs búfjár.
Lagt fram til kynningar.

6.Árleg endurskoðun jafnréttisáætlunar Norðurþings

Málsnúmer 202101145Vakta málsnúmer

Á 141. fundi fjölskylduráðs 07.02.2023, var eftirfarandi bókað: Tillaga frá minnihluta: Ingibjörg fyrir hönd V lista, Ingibjörg Hanna fyrir hönd M lista og Rebekka fyrir hönd S lista leggja til þá tillögu að leitað verði til Hinseginfélags Þingeyinga varðandi endurskoðun á jafnréttisáætlun Norðurþings. Jafnframt að fjölskylduráð fái félagið til að kynna starfsemi sína á fundi fjölskylduráðs.

Tillagan er samþykkt.

Fjölskylduráð vísar jafnréttisáætlun til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði og í byggðarráði og óskar eftir ábendingum frá ráðunum um úrbætur.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir tillögu þess efnis að leita til Hinseginfélags Þingeyinga við endurskoðun á jafnréttisáætlun Norðurþings.

Fundi slitið - kl. 15:35.