Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

160. fundur 12. júní 2023 kl. 08:00 - 08:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Birkir Freyr Stefánsson varamaður
    Aðalmaður: Áki Hauksson
  • Aldey Unnar Traustadóttir varamaður
    Aðalmaður: Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
Starfsmenn
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Bergþór Bjarnason
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um framkvæmdaleyfi til lagningar jarðstrengs á Kópaskerslínu 1

Málsnúmer 202306025Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur ósk frá Landsneti hf. um heimild til lagningar á 132 kv jarðstreng á tveimur hlutum Kópaskerslínu 1.

Skipulagsstofnun samþykkti þann 17. apríl sl. óverulega breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 sem samþykkt var á 132. fundi sveitarstjórnar Norðurþings þann 16. mars 2023. Fyrir liggur samþykki landeiganda. Í breytingunni felst að núverandi Kópaskerslína 1, um 2,5 km loftlína verður tekin niður og lögð í jörðu á öðrum stað í landi Brekku.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi til Landsnets hf. samkvæmt breyttu Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 sem staðfest var af skipulagsstofnun þann 17. apríl sl. Ráðið vísar framkvæmdaleyfinu til staðfestingar í sveitarstjórn.

2.Gangstétt, Baughóll 3

Málsnúmer 202306041Vakta málsnúmer

Eigandi að Baughól 3 óskar eftir að gangstétt verði aðlöguð að bílaplani, framkvæmdir standa yfir við götuna og verður lokið fljótlega.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar eiganda að Baughóli 3 að aðlaga bílaplan að gangstétt í samráði við sviðsstjóra umhverfis og skipulagssviðs.

Fundi slitið - kl. 08:30.