Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings
Dagskrá
1.Íslandsþari ehf.óskar eftir úthlutun lóða á hafnarsvæði H2 við Norðurgarð
Málsnúmer 202203126Vakta málsnúmer
Magni, Hafþór, Hreinn Þór og Freyr frá Íslandsþara kynntu verkefnið fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings og fyrirhugaða uppbyggingu á starfsemi fyrirtækisins á norðurhafnarsvæði Húsavíkurhafnar.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings þakkar forsvarsmönnum Íslandsþara fyrir kynningu þeirra á verkefninu.
2.Breyting á deiliskipulagi Norðurhafnarsvæðis
Málsnúmer 202205037Vakta málsnúmer
Á 137. fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs þann 1. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti uppfærða tillögu að breytingu deiliskipulags Norðurhafnar Húsavíkur en fyrri hugmynd var til umfjöllunar í hafnarstjórn 29. júní s.l. Endurskoðuð tillaga miðar við breyttar forsendur í fyrirhugaðri uppbyggingu lífhreinsistöðvar Íslandsþara við Húsavíkurhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við Hafnarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu deiliskipulagsins verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga."
Gaukur Hjartarson skipulagsfulltrúi kynnir breytingu á deiliskipulagi Norðurhafnar.
"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti uppfærða tillögu að breytingu deiliskipulags Norðurhafnar Húsavíkur en fyrri hugmynd var til umfjöllunar í hafnarstjórn 29. júní s.l. Endurskoðuð tillaga miðar við breyttar forsendur í fyrirhugaðri uppbyggingu lífhreinsistöðvar Íslandsþara við Húsavíkurhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við Hafnarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu deiliskipulagsins verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga."
Gaukur Hjartarson skipulagsfulltrúi kynnir breytingu á deiliskipulagi Norðurhafnar.
Á 137. fundi sínum þann 1. nóvember s.l. fjallaði skipulags- og framkvæmdaráð um tillögu að breytingu deiliskipulags Norðurhafnarsvæðis. Endurskoðuð tillaga miðar við breyttar forsendur í fyrirhugaðri uppbyggingu lífhreinsistöðvar Íslandsþara við Húsavíkurhöfn. Niðurstaða skipulags og framkvæmdaráðs var eftirfarandi: “Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við Hafnarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu deiliskipulagsins verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga".
Meirihluti hafnarstjórnar leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á skipulagstillögunni:
1.Lóð undir lífhreinsistöð verði stytt um 5 m að vestanverðu til að rýmka umferðarleið um hafnarsvæðið.
2.Teknir verði allt að 10 m af landfyllingu suðvestanverðri til að opna möguleika á lengingu viðlegukannts Norðurgarðs til norðurs.
Hafnarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa og hafnarstjóra að láta vinna tilgreindar breytingar á skipulagstillögunni. Jafnframt verði hafnarstjóra falið að kynna fyrirliggjandi skipulagstillögu á almennum íbúafundi sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
Meirihluti hafnarstjórnar leggur til við sveitarstjórn að tillaga að skipulagsbreytingum með ofangreindum breytingum verði kynnt samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Áki Hauksson óskar bókað:
Það er ljóst að vinna á málið áfram með Íslandsþara þannig að þaraverksmiðjan verði að veruleika á Norðurhafnarsvæði H2.
Með því að veita lóðina til Íslandsþara skerðist athafnasvæði mikið við Norðurhöfnina á Húsavík. Nú þegar er farið að þrengja verulega að þessu svæði, Húsavíkurhöfn verður að geta boðið uppá athafnarsvæði fyrir þau fyrirtæki sem vilja hefja starfsemi á Bakka.
Það yrði mikið skipulagsslys að veita þessa lóð til Íslandsþara, því leggst Áki Hauksson fulltrúi M-Listans í stjórn Hafnasjóðs Norðurþings gegn þessari skipulagsbreytingu á Norðurhafnarsvæðinu.
Í bókun Stjórnar hafnasjóðs stendur frá því 29 júní 2022:
„Stjórn hafnasjóðs tekur fram að áður en þessari lóð verður úthlutað og á henni byggð upp vinnsla sjávarfangs á eftir að kynna málið fyrir öllum hagaðilum á svæðinu, grenndarkynna fyrir nærliggjandi íbúðabyggð og fá fram öll gögn málsins vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar.“
Fulltrúi M listar áréttar að hann er ekki á móti verksmiðju Íslandsþara en leggst alfarið gegn fyrirhugaðri staðsetningu.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings þakkar Gauki Hjartarsyni skipulagsfulltrúa fyrir kynninguna.
Meirihluti hafnarstjórnar leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á skipulagstillögunni:
1.Lóð undir lífhreinsistöð verði stytt um 5 m að vestanverðu til að rýmka umferðarleið um hafnarsvæðið.
2.Teknir verði allt að 10 m af landfyllingu suðvestanverðri til að opna möguleika á lengingu viðlegukannts Norðurgarðs til norðurs.
Hafnarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa og hafnarstjóra að láta vinna tilgreindar breytingar á skipulagstillögunni. Jafnframt verði hafnarstjóra falið að kynna fyrirliggjandi skipulagstillögu á almennum íbúafundi sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
Meirihluti hafnarstjórnar leggur til við sveitarstjórn að tillaga að skipulagsbreytingum með ofangreindum breytingum verði kynnt samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Áki Hauksson óskar bókað:
Það er ljóst að vinna á málið áfram með Íslandsþara þannig að þaraverksmiðjan verði að veruleika á Norðurhafnarsvæði H2.
Með því að veita lóðina til Íslandsþara skerðist athafnasvæði mikið við Norðurhöfnina á Húsavík. Nú þegar er farið að þrengja verulega að þessu svæði, Húsavíkurhöfn verður að geta boðið uppá athafnarsvæði fyrir þau fyrirtæki sem vilja hefja starfsemi á Bakka.
Það yrði mikið skipulagsslys að veita þessa lóð til Íslandsþara, því leggst Áki Hauksson fulltrúi M-Listans í stjórn Hafnasjóðs Norðurþings gegn þessari skipulagsbreytingu á Norðurhafnarsvæðinu.
Í bókun Stjórnar hafnasjóðs stendur frá því 29 júní 2022:
„Stjórn hafnasjóðs tekur fram að áður en þessari lóð verður úthlutað og á henni byggð upp vinnsla sjávarfangs á eftir að kynna málið fyrir öllum hagaðilum á svæðinu, grenndarkynna fyrir nærliggjandi íbúðabyggð og fá fram öll gögn málsins vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar.“
Fulltrúi M listar áréttar að hann er ekki á móti verksmiðju Íslandsþara en leggst alfarið gegn fyrirhugaðri staðsetningu.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings þakkar Gauki Hjartarsyni skipulagsfulltrúa fyrir kynninguna.
3.Gjaldskrá hafna Norðurþings 2023
Málsnúmer 202208119Vakta málsnúmer
Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur gjaldskrá Hafnasjóðs fyrir árið 2023 til samþykktar.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir árið 2023 og vísar henni til samþykkis hjá Sveitastjórn.
4.Fjáhagsáætlun hafnasjóðs Norðurþings 2023
Málsnúmer 202210069Vakta málsnúmer
Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur fjárhagsáætlun Hafnasjóðs fyrir árið 2023, til umræðu.
Lagt fram.
5.Hafnarmál 2022
Málsnúmer 202202113Vakta málsnúmer
Ýmis hafnamál.
Hafnarstjóri kynnti fyrir hafnastjórn framvindu mála tengdum hafnabótum við Húsavíkurhöfn.
Siglingasvið Vegagerðarinnar ætla að hefja heildstæða hönnun á hafnasvæði Húsavíkur í byrjun árs 2023 sem m.a. miðar að því að auka viðleguöryggi innan hafnar.
Siglingasvið Vegagerðarinnar ætla að hefja heildstæða hönnun á hafnasvæði Húsavíkur í byrjun árs 2023 sem m.a. miðar að því að auka viðleguöryggi innan hafnar.
Fundi slitið - kl. 20:15.