Fara í efni

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings

12. fundur 08. maí 2023 kl. 16:00 - 18:44 Hafnarhús Norðurgarði 5
Nefndarmenn
  • Eiður Pétursson formaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri
Dagskrá

1.Ársreikningur Hafnasjóðs Norðurþings 2022

Málsnúmer 202304068Vakta málsnúmer

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur ársreikningur Hafnasjóðs til samþykktar.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir fyrirliggjandi ársreikning fyrir árið 2022 og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.

Bergþór Bjarnason fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.Hafnamál 2023

Málsnúmer 202301051Vakta málsnúmer

Ýmis hafnamál.

Vilhjálmur Sigmundsson frá Eimskip hf mætti á fundinn. Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings þakkar Vilhjálmi fyrir komuna og góðar umræður.

Hafnarstjóri lagði fram til samþykktar samning á milli Hafnasjóðs Norðurþings og Hafnasamlags Norðurlands um leigu á dráttarbát fyrir sumarið 2023. Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir fyrirliggjandi samning.

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur ársskýrsla Cruise Iceland sem lögð var fram á aðalfundi samtakanna þann 2. maí 2023. Mikil aukning er á skemmtiferðaskipum til Íslands og mikilvægt fyrir hafnir að byggja upp hafnar- og móttökuaðstöðu vilji þær nýta sem best þá tekjumöguleika sem í boði eru í þeirri þróun sem orðin er á þessum ört stækkandi markaði.

3.Fundagerðir 2023 - Hafnasamband Íslands

Málsnúmer 202301072Vakta málsnúmer

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur 152. fundargerð Hafnasambands Íslands til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:44.