Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings
Dagskrá
1.Fjárhags og framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs Norðurþings 2024-2027
Málsnúmer 202309048Vakta málsnúmer
Fyrir hafnarstjórn liggur fjárhagsáætlun 2024 og framkvæmdaáætlun vegna árana 2024- 2027.
2.Gjaldskrá hafna Norðurþings 2024
Málsnúmer 202309049Vakta málsnúmer
Fyrir hafnastjórn liggur gjaldskrá hafna Norðurþings fyrir árið 2024.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir árið 2024 og vísar henni til staðfestingar hjá sveitastjórn.
3.Fjárhagur Hafnasjóðs Norðurþings
Málsnúmer 202311064Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja upplýsingar úr bókhaldi Hafnasjóðs vegna lánastöðu Hafnasjóðs við Ríkissjóð.
Með fundarboði fylgir einnig skýrsla sem Samband íslenskra sveitarfélaga vann fyrir Hafnasamband Íslands, Úttekt og greining á fjárhagsstöðu íslenskra hafna 2022.
Með fundarboði fylgir einnig skýrsla sem Samband íslenskra sveitarfélaga vann fyrir Hafnasamband Íslands, Úttekt og greining á fjárhagsstöðu íslenskra hafna 2022.
Stjórn Hafnasjóðs felur hafnastjóra að senda erindi til fjármála- og efnahagsráðuneytis vegna lánastöðu Hafnasjóðs við Ríkissjóð í samráði við endurskoðanda.
4.Ýmis mál vegna rekstrar og fjárfestingar
Málsnúmer 202309051Vakta málsnúmer
Fyrir hafnastjórn liggja ýmis mál er tengjast fjárfestingu og rekstri.
Lagt fram til kynningar.
5.Ársskýrsla Hafnarsjóðs 2023
Málsnúmer 202311060Vakta málsnúmer
Fyrir hafnastjórn liggur til umræðu fyrirkomulag vinnu við samantekt á rekstri hafna Norðurþings og framsetningu á þeim upplýsingum.
Stjórn Hafnasjóðs stefnir á að taka ársskýrslu 2023 fyrir á fundi stjórnar þegar lokatölur liggja fyrir og birta hana með fundargögnum.
6.Ársskýrsla Cruise Iceland 2023
Málsnúmer 202305029Vakta málsnúmer
Til kynningar ársskýrsla Cruise Iceland vegna ársins 2022.
Lagt fram til kynningar.
7.Fundagerðir 2023 - Hafnasamband Íslands
Málsnúmer 202301072Vakta málsnúmer
Fyrir hafnastjórn liggur fundargerð Hafnasambands Íslands 457. fundur haldinn þann 19. október sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:44.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs fyrir árin 2024-2027 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.