Tónlistarskóli
Skólastjóri: Guðni Bragason
Símanúmer: 464 7290
Netfang: gudni@tonhus.is
Veffang: tonhus.is
Staðsetning: Skólagarði 1, Húsavík
Opnunartími skrifstofu: 9:00 – 15:00 alla virka daga á starfstíma skólans.
Tónlistarskóli Húsavíkur tók til starfa árið 1961. Árið 2010 sameinuðust Tónlistarskóli Húsavíkur, Tónlistarskóli Öxarfjarðarhéraðs og Tónlistarskóli Raufarhafnar undir nafni Tónlistarskóla Húsavíkur. Tónlistarskólinn er opinn öllum íbúum sveitarfélagsins sem sækjast eftir tónlistarnámi, hvort sem það eru börn á skólaaldri eða fullorðnir. Boðið er upp á fjölbreytt hljóðfæranám og söngkennslu auk samspils og samsöngs. Skólinn starfar náið með öðrum skólum sveitarfélagsins og er með starfsstöð á Húsavík og í Öxarfjarðarskóla. Stjórnun og skrifstofa tónlistarskólans er í sérhönnuðum hluta húsnæðis Borgarhólsskóla á Húsavík.
Tónlistarskólinn á Húsavík tók til starfa árið 1961. Nemendur við stafsstöð skólans á Húsavík eru um 350 talsins. Starfsstöðin er staðsett í sama húsi og Borgarhólsskóli. Árið 1992 hófst formlegt samstarf milli Tónlistarskólans og Borgarhólsskóla með verkefninu "Hljóðfæranám fyrir alla". Markmiðið er að bjóða öllum börnum á aldrinum 4 - 8 ára upp á markvissa tónlistarkennslu. Verkefnið þóttist takast vel og er enn í gangi. Í því felst að elsti árgangur leikskólabarna fær til sín tónlistarkennara og börn í 1. bekk fá almenna tónlistarkennslu í beinu framhaldi af því sem unnið var með þeim í leikskólanum. Í 2. og 3. bekk fá nemendur bæði kennslu í tónmennt og hópkennslu á blokkflautu og nótnalestri. Í 4. bekk velja nemendur sér hljóðfæri og eru þrír saman í hóp.
Tónlistarskólinn og Borgarhólsskóli hafa einnig haft samstarf um starfrækslu barna- og unglingakóra. Á síðustu árum hafa verið 2 - 3 kórar starfandi innan skólanna.
Árið 2009 voru stofnuð hollvinasamtök Tónlistarskólans - Heiltónn. Markmið samtakanna er styrkja og efla TH og almennt tónlistarstarf til að mynda með skipulagningu viðburða, myndun tengslanets, fjárhagslegum eða faglegum stuðningi. Að styrkja tengsl TH við fyrrum nemendur, nærsamfélagið og aðra þá sem bera hag skólans fyrir brjósti. Að stuðla að viðurkenningu menningar- og tónlistaruppeldis.
Tónlistarskólinn er mjög áberandi í menningu Húsavíkur. Oft á ári eru haldnir tónleikar fyrir bæjarbúa þar sem ungir sem aldnir tónlistarmenn frá Tónlistarskólanum koma fram.
Starfsstöð Lundi Öxarfirði
Kennari: Andres Olema og Liisa Allik
Símanúmer: 465-2244 / 464-7290
Netfang: ritari@tonhus.is
Staðsetning: Öxarfjarðarskóla við Lundi
Engin starfstöð er á Raufarhöfn um þessar mundir.