Hitaveitulaust í Reykjahverfi 28. ágúst
Vegna tengingar nýrrar hitaveitulagnar í Reykjahverfi verður heitavatnslaust frá Þverá að flugvellinum frá klukkan 10:00 og fram eftir degi.
Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Starfsfólk Orkuveitu Húsavíkur.