Upplýsingafundur um fyrirhugaðar vindorkurannsóknir
Landsvirkjun býður íbúum Norðurþings til upplýsingafundar um fyrirhugaðar vindorkurannsóknir austan Húsavíkur fjalls.
Unnur María Þorvaldsdóttir, forstöðumaður þróunar vindorku mun kynna rannsóknaráformin á Gamla Bauk á Húsavík, fimmtudag 22. febrúar kl. 17:00-18:00 og svara spurningum. Kaffiveitingar – öll velkomin!