112 dagurinn er 11.2.
Áhersla á barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna
1-1-2 dagurinn er á morgun 11. febrúar og sjónum verður að þessu sinni beint sérstaklega að barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna. Umfjöllunin tengist vitundarvakningu vegna nýrrar gáttar um ofbeldi í nánum samböndum á 112.is þar sem fjallað verður um efnið frá ýmsum hliðum.
Barnavernd Þingeyinga fer með barnaverndarmál
Starfsfólk Barnaverndar Þingeyinga starfar í umboði Barnaverndarnefndar Þingeyinga.
Markmið barnaverndar er að tryggja börnum viðunandi uppeldisskilyrði með því að styrkja uppeldishlutverk fjölskyldunnar og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við. Börn eru börn samkvæmt lögum fram að 18 ára aldri. Starfsfólk kannar aðstæður barna sem talin eru búa við óviðunandi aðstæður og beitir tiltækum ráðum til úrbóta, svo sem ráðgjöf, tilsjónarmönnum, persónulegum ráðgjöfum, stuðningsfjölskyldum og vistun.