17. júní dagskrá innandyra
Vegna versnandi veðurútlits hefur verið ákveðið að flytja hátíðardagskránna, sem vera átti við Borgarhólsskóla að lokinni skrúðgöngu, inn í Íþóttahöllina.
Eins verður fjölskyldudansleikur sem vera átti við skólann færður inní Höllina.
Þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga er 17. júní en það er fæðingardagur Jón Sigurðssonar, forseta. Að vanda er skemmtileg þjóðhátíðardagskrá á Húsavík á morgun og íbúar hvattir til að taka þátt og gera daginn sem hátíðlegastan.
Allir eigendur fánastanga ættu að flagga íslenska sameiningartákninu, íslenska fánanum. Skrúðganga fer frá Húsavíkurvelli kl. 1330 og í kjölfarið hefst hátíðardagskrá í Íþróttahöllinni kl. 1400 með tilheyrandi hátíðarbrag, ávarpi fjallkonu, hátíðarræðu og tónlist. Leiktæki verða á staðnum fyrir börnin, andlitsmálun, hestaferðir o.fl. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta og sýna samhug og samstöðu á þessum degi.
Um kvöldið fer fram fjölskylduball með S.O.S. en vakin er sérstök athygli á því að Ína Valgerður er gestasöngvari með hljómsveitinni. Það eru fimleikadeild og sunddeild Völsungs sem standa að dagskránni með stuðningi Norðurþings og fyrirtækja á svæðinu.