Fara í efni

220 krakkar á handboltamóti

Handboltamót var haldið í Íþróttahöllinni á Húsavík dagana 19. - 21. apríl.  Þetta mót var fyrir krakka í 5. flokki stúlkna og drengja. Mótið ber heitið Húsavíkurmótið og var það 17. skipti sem það er haldið.  220 krakkar í 27 liðum frá 9 félögum léku 71 handboltaleik frá kl:11 á sumardaginn fyrsta til rúmlega tvö á laugardag.  

Handboltamót var haldið í Íþróttahöllinni á Húsavík dagana 19. - 21. apríl.  Þetta mót var fyrir krakka í 5. flokki stúlkna og drengja. Mótið ber heitið Húsavíkurmótið og var það 17. skipti sem það er haldið.  220 krakkar í 27 liðum frá 9 félögum léku 71 handboltaleik frá kl:11 á sumardaginn fyrsta til rúmlega tvö á laugardag.

 

Keppnin fór fram í 5 riðlum. A og B liðum stúlkna og A, B og C liðum drengja. Hjá C liðum drengja unnu KA drengir á markamun, ÍR varð í öðru sæti með jafn mörg stig en óhagstæðari markatölu. Í þriðja sæti urðu svo Þróttarar. Viðureign B liða vann ÍR eftir hörku baráttu, Þróttur varð í öðru sæti og KA í því þriðja. Þróttarar hrósuðu sigri í A riðli, KA varð í öðru sæti með jafn mörg stig en óhagstæðari markatölu í þriðja sæti varð svo lið Þórs aðeins einu stigi á eftir KA þannig að sjá má að keppni A liða hefur verið jöfn og spennandi. Hjá B liðum stúlkna unnu ÍR með nokkrum yfirburðum, Fram varð í öðru sæti og Valur í þriðja. Keppni hjá A liðum var meira spennandi þar sem Valur stóð uppi sem sigurvegari, Fram varð í öðru sæti og ÍR í þriðja. Mótið heppnaðist í alla staði mjög vel.  Á mótinu var ný síða Völsungs prufukeyrð (http://volsungur.dev2.stefna.is/).  En nú er unnið að því að uppfæra vefsíðu Völsungs. Hægt er að skoða myndir frá mótinu hér