Fara í efni

„Að fanga þig og tímann“

„Að fanga þig og tímann“ sýningaropnun

Sýningin „Að fanga þig og tímann“ verður opnuð í Safnahúsinu á Húsavík þann 1. maí klukkan fimm.

„Að fanga þig og tímann“ er sýning á ljósmyndum tveggja kvenna,  Sigríðar Ingvarsdóttur og Ragnheiðar Bjarnadóttur. Í þessum tveimur söfnum sem varðveitt eru í Ljósmyndasafni Þingeyinga eru um 8500 myndir. Safn Sigríðar, sem var atvinnuljósmyndari og rak ljósmyndastofu á Húsavík frá 1915 til 1942, er nánast eingöngu mannamyndasafn. Það er því mjög ólíkt myndasafni Ragnheiðar sem samanstendur af myndum úr daglegu lífi.  Ragnheiður ólst upp á Húsavík og er þorri mynda hennar tekinn á fyrri hluta 20. aldar. Sýningin er innlit í heildarsöfn þessara tveggja kvenna,  söfn sem eru merkar heimildir um fyrri tíma og mannlíf í Þingeyjarsýslum.

Sýningarstjóri er Sigurlaug Dagsdóttir þjóðfræðingur.

Opnunin er öllum opin og mun sýningarstjóri taka á móti gestum