Fara í efni

Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf. árið 2021

Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf. árið 2021 verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík, miðvikudaginn 21. apríl kl. 10:00
 
Dagskrá skv. 14. grein samþykkta félagsins:
 
  1. Skýrsla stjórnar. Hluthafar upplýstir um hag  félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári.
  2. Ársreikningur OH. Efnahagsreikningur og rekstrarreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagðir fram ásamt athugasemdum endurskoðenda félagsins til samþykktar.
  3. Ákvörðun tekin um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu.
  4. Kjör stjórnar.
  5. Kjör endurskoðanda.
  6. Ákvörðun tekin um greiðslur til stjórnarmanna fyrir störf þeirra á starfsárinu.
  7. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.
 
Með þessu viljum við bjóða yður að taka þátt í fundinum. Í ljósi samkomutakmarkana er vakin athygli á leyfilegum hámarksfjölda fundargesta.