Aðalskipulag Húsavíkurbæjar 2005-2025
Tillaga að aðalskipulagi Húsavíkurbæjar 2005-2025 hefur verið kynnt í bæjarstjórn og einnig á almennum kynningarfundi 26. janúar 2006. Tillöguna, þ.e. skipulagsuppdrætti og kynningarefni er hægt að skoða undir tengli hér til hægri á síðunni en greinargerð með tillögunni mun verða birt fljótlega eftir helgi.
Tillaga að aðalskipulagi Húsavíkurbæjar 2005-2025 hefur verið kynnt í bæjarstjórn og einnig á almennum kynningarfundi 26. janúar 2006. Tillöguna, þ.e. skipulagsuppdrætti og kynningarefni er hægt að skoða undir tengli hér til hægri á síðunni en greinargerð með tillögunni mun verða birt fljótlega eftir helgi. Jafnframt er hægt að kynna sér viðkomandi gögn hjá skipulags- og byggingarfulltrúa. Íbúar eru hvattir til að kynna sé efni tillögunnar og hafi þeir athugasemdir, að koma þeim á framfæri við skipulags- og byggingarfulltrúa og/eða skipulagshönnuði, verkfræðistofuna Tækniþing. Gert er ráð fyrir að bæjarstjórn afgreiði tillöguna á fundi 21. febrúar n.k. Þá er tillagan send Skipulagsstofnun, sem auglýsir hana og gefur sex vikna frest til athugasemda við hana.