Fara í efni

Aðalskipulag Norðurþings 2010 - 2030

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 21. september 2010 tillögu að Aðalskipulagi Norðurþings 2010 - 2030.  Tillagan var auglýst þann 20. maí 2010 og lá frammi til kynningar til 18. júní s.á.  Frestur til að skila athugasemdum rann út 1. júlí 2010 og bárust athugasemdir frá 17 aðilum.  Sveitarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar og sent þeim er þær gerðu umsögn sína.Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 21. september 2010 tillögu að Aðalskipulagi Norðurþings 2010 - 2030.  Tillagan var auglýst þann 20. maí 2010 og lá frammi til kynningar til 18. júní s.á.  Frestur til að skila athugasemdum rann út 1. júlí 2010 og bárust athugasemdir frá 17 aðilum.  Sveitarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar og sent þeim er þær gerðu umsögn sína.Vegna athugasemdanna voru gerðar nokkrar breytingar á skipulagstillögunni eins og lýst er í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings frá 1. september 2010 sem aðgengileg er hér í fyrri hluta og seinni hluta.  Aðalskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra til lokaafgreiðslu.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um aðalskipulagið og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til undirritaðs að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík.  Frekari upplýsingar er einnig að finna á heimasíðu Norðurþings.

Húsavík 28. september 2010
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi