Fara í efni

Aðalskipulag Norðurþings - kynningarfundir

Norðurþing boðar til íbúafundar á Raufarhöfn og Kópaskeri fimmtudaginn 19. febrúar.  Á fundunum verður fjallað um þróun byggðar og skipulag á þessum stöðum.  Fundirnir eru liðir í aðalskipulagsgerð fyrir sveitarfélagið. Fundurinn á Raufarhöfn verður haldinn í Hnitbjörgum kl. 17:00 - 19:00. Fundurinn á Kópaskeri verður haldinn í Öxi kl. 20:30 - 22:30.  

Norðurþing boðar til íbúafundar á Raufarhöfn og Kópaskeri fimmtudaginn 19. febrúar.  Á fundunum verður fjallað um þróun byggðar og skipulag á þessum stöðum.  Fundirnir eru liðir í aðalskipulagsgerð fyrir sveitarfélagið.

Fundurinn á Raufarhöfn verður haldinn í Hnitbjörgum kl. 17:00 - 19:00.
Fundurinn á Kópaskeri verður haldinn í Öxi kl. 20:30 - 22:30.  

Á fundunum munu ráðgjafar frá ráðgjafarfyrirtækinu Alta kynna vinnu við aðalskipulag Norðurþings og drög að tillögu fyrir Raufarhöfn og Kópasker.  Drögin eru til sýnis á www.nordurthing.is.  Að kynningu lokinni verða umræður um framtíðarsýn og áherslur í skipulagi bæjarins.

Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta.