Fara í efni

Aðgerðir og áherslur fyrir ferðaþjónustu á Norðausturlandi

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga ásamt teymi sérfræðinga hefur á síðustu mánuðum unnið að stefnumótunaráætlun fyrir ferðaþjónustu til næstu fimm ára.   Áætlunin inniheldur: Úttekt á auðlindum svæðisins Aðgerðaráætlun sem á að auka samkeppnishæfni svæðisins og gera það að eftirsóknarverðum áfangastað fyrir ferðamenn. Hagsmunaaðilum og öðrum áhugasömum um ferðamál er boðið til kynningar- og umræðufunda þar sem framtíðarsýn og aðgerðaráætlunin verður kynnt og borin undir fundargesti.

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga ásamt teymi sérfræðinga hefur á síðustu mánuðum unnið að stefnumótunaráætlun fyrir ferðaþjónustu til næstu fimm ára.   Áætlunin inniheldur:

  • Úttekt á auðlindum svæðisins
  • Aðgerðaráætlun sem á að auka samkeppnishæfni svæðisins og gera það að eftirsóknarverðum áfangastað fyrir ferðamenn.

Hagsmunaaðilum og öðrum áhugasömum um ferðamál er boðið til kynningar- og umræðufunda þar sem framtíðarsýn og aðgerðaráætlunin verður kynnt og borin undir fundargesti.

Dagskrá: 

•1.      Norðausturland sem heild - Stefnumótun í ferðaþjónustu

-John Hull, aðstoðarforstöðumaður Ferðamálaseturs Nýja Sjálands og ráðgjafi                    Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga

•2.      Séráherslur hvers svæðis

-Kynntar verða hugmyndir að vöruþróun og markaðssetningu með áherslu á sérstök  svæði innan Norðausturlands

•3.      Umræður  og verkefni um ferðapakka

 

Fundurinn er öllum opinn en 3. hluti hans er sérstaklega stílaður inn á þá sem starfa við ferðaþjónustu.

Fundarstaðir og tími:

Mývatnssveit Þriðjud. 24. feb. kl. 10.00 Mývatnsstofa

Öxarfjörður, Melrakkaslétta, Svalbarðshreppur og Langanesbyggð

Þriðjud. 24. feb. kl. 20.00 Hótel Norðurljós, Raufarhöfn
Húsavík, Reykjahverfi, Tjörnes og Kelduhverfi Miðvikud. 25. feb. kl. 16.00 Hvalasafnið á Húsavík
Þingeyjarsveit og Grenivík Fimmtud. 26. feb. kl. 19.30 Breiðumýri, Reykjadal