Aðgerðir og áherslur fyrir ferðaþjónustu á Norðausturlandi
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga ásamt teymi sérfræðinga hefur á síðustu mánuðum unnið að stefnumótunaráætlun fyrir ferðaþjónustu til næstu fimm ára. Áætlunin inniheldur:
- Úttekt á auðlindum svæðisins
- Aðgerðaráætlun sem á að auka samkeppnishæfni svæðisins og gera það að eftirsóknarverðum áfangastað fyrir ferðamenn.
Hagsmunaaðilum og öðrum áhugasömum um ferðamál er boðið til kynningar- og umræðufunda þar sem framtíðarsýn og aðgerðaráætlunin verður kynnt og borin undir fundargesti.
Dagskrá:
•1. Norðausturland sem heild - Stefnumótun í ferðaþjónustu
-John Hull, aðstoðarforstöðumaður Ferðamálaseturs Nýja Sjálands og ráðgjafi Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga
•2. Séráherslur hvers svæðis
-Kynntar verða hugmyndir að vöruþróun og markaðssetningu með áherslu á sérstök svæði innan Norðausturlands
•3. Umræður og verkefni um ferðapakka
Fundurinn er öllum opinn en 3. hluti hans er sérstaklega stílaður inn á þá sem starfa við ferðaþjónustu.
Fundarstaðir og tími:
Mývatnssveit | Þriðjud. 24. feb. | kl. 10.00 | Mývatnsstofa |
Öxarfjörður, Melrakkaslétta, Svalbarðshreppur og Langanesbyggð |
Þriðjud. 24. feb. | kl. 20.00 | Hótel Norðurljós, Raufarhöfn |
Húsavík, Reykjahverfi, Tjörnes og Kelduhverfi | Miðvikud. 25. feb. | kl. 16.00 | Hvalasafnið á Húsavík |
Þingeyjarsveit og Grenivík | Fimmtud. 26. feb. | kl. 19.30 | Breiðumýri, Reykjadal |