Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa/gæðastjóri byggingarfulltrúa
Norðurþing auglýsir eftir öflugum starfskrafti í 100% starf aðstoðarmanns skipulags- og byggingarfulltrúa. Einstaklingurinn er einnig gæðastjóri byggingarfulltrúa.
Starfssvið
- Umsjón með gæðakerfi skipulags- og byggingarfulltrúa
- Skjalavistun og skráning mála í skjalavistunarkerfi, skönnun teikninga og skráning þeirra
- Skráningar í fasteignaskrá
- Svara erindum í síma/tölvu og senda gögn s.s. teikningar ofl
- Reikna gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöld skv. gjaldskrá og setja til innheimtu
- Kalla eftir gögnum vegna byggingarleyfa, s.s. teikningar, uppáskriftir iðnmeistara og byggingarstjóra, stærðarskráningartöflur, tryggingar ofl.
- Gerð auglýsinga vegna skipulagskynninga
- Skráning gagna í skipulagsgátt
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfinu æskilegt
- Reynsla á sviði skipulags- og byggingarmála er kostur
- Reynsla af vinnu við gæðakerfi kostur
- Góð tölvukunnátta skilyrði
- Góð samskiptahæfni og lipurð í almennum samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Sveitarfélagið Norðurþing varð til árið 2006 við sameiningu fjögurra sveitarfélaga: Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps. Nær það yfir um 4% landsins, frá Reykjahverfi í Suður Þingeyjarsýslu að Ormarsá austan við Raufarhöfn og upp fyrir Grímsstaði á Fjöllum, í Norður Þingeyjarsýslu. Þéttbýliskjarnarnir í sveitarfélaginu eru Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn. Í ársbyrjun 2023 voru íbúar Norðurþings 3.156 talsins.
Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl og er umsóknum skilað rafrænt á netfangið gaukur@nordurthing.is
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Norðurþing hvetur öll kyn til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar veitir Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi (gaukur@nordurthing.is).