Fara í efni

Aðstoðarmanneskja í skólamötuneyti

Starf í skólamötuneyti Húsavíkur er nú laust til umsóknar.

Skólamötuneyti Húsavíkur hóf starfsemi sína 1. ágúst 2020. Mötuneyti leikskólans Grænuvalla og mötuneyti Borgarhólsskóla voru þá sameinuð í eitt. Yfirmatráður rekur mötuneytið sem sérstaka deild innan sveitarfélagsins og er deildarstjóri hennar. Eldað er í vel útbúnu eldhúsi í Borgarhólsskóla, einnig er skólamötuneytið með móttökueldhús á Grænuvöllum. Mötuneytið fylgir ráðleggingum embættis landlæknis um næringu. Stöðugildi við mötuneytið eru samtals 3.75 og eldað er daglega fyrir um 600 nemendur og starfsmenn Borgarhólsskóla og Grænuvalla auk þess sem eldað er fyrir Miðjuna dagþjónustu, Framhaldsskólann á Húsavík og starfsfólk 

Starfslýsing – Aðstoðarmanneskja í eldhúsi

  • Aðstoðarmanneskja í mötuneyti (75%)

Gerð er krafa um verkkunnáttu til að leysa dagleg verkefni. Starfsmaður starfar í eldhúsi eða mötuneyti við uppvask, frágang, matarskömmtun, aðstoð við almenn störf innan mötuneytisins, þrif og þvott og nýtur leiðsagnar frá næsta yfirmanni.

Menntunar- og hæfniskröfur

Ekki er krafist sérstakrar menntunar eða reynslu. Starfsþjálfun á vinnustað nægir til að öðlast þá þekkingu sem krafist er í starfi. Hæfniskröfur eru eftirfarandi:

  • Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar
  • Stundvísi og almenn verkkunnátta
  • Frumkvæði, skipulagshæfileikar og geta til að vinna eftir leiðbeiningum og fyrirmælum
  • Góð enskukunnátta/íslenskukunnátta kostur

Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí 2024.

Umsóknum skal skila með tölvupósti til yfirmatráðs Skólamötuneytis Húsavíkur á netfangið mikael@nordurthing.is

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Skólamötuneytisins að Skólagarði 1 á Húsavík og í síma 865-2144 eða með fyrirspurnum á netfangið mikael@nordurthing.is