Fara í efni

Áfangastaðaáætlun Norðurhjarasvæðis

Undanfarna mánuði hefur Markaðsstofa Norðurlands unnið að áfangastaðaáætlun fyrir Norðurhjarasvæðið. Markmið verkefnisins er að móta sameiginlega sýn svæðisins fyrir uppbyggingu í ferðaþjónustu.

Svo áfangastaðaáætlun gagnist svæðinu sem best er mikilvægt að hún sé unnin í góðu samstarfi við heimafólk.

Því verður haldinn vinnufundur á Teams, miðvikudaginn 9.október kl. 15:00-17:00.

Þessi vinna verður nýtt til að móta framtíðarsýn og stefnu fyrir svæðið. Að lokum verður unnin aðgerðaáætlun til framtíðar byggð á framangreindri vinnu. Niðurstöður þessarar vinnu munu koma fram í áfangastaðaáætlun fyrir Norðurhjarasvæðið. Hvet alla til að mæta á fundinn og skrá sig hér: