Fara í efni

Afhending innkaupakorta hjá Húsavíkurbæ

Í morgun var stigið fyrsta skrefið í mótun innkaupastefnu Húasvíkurbæjar. Starfsmönnum Húsavíkurbæjar voru afhent innkaupakort sem nota á við vörukaup fyrir Húsavíkurbæ og stofnanir hans. Kortin eru með sama sniði og almenn kreditkort og hafa þeir starfsmenn sem annast innkaup í nafni Húsavíkurbæjar slík kort til umráða.

Bæjarstarfsmenn fylgjast áhugasamir með kynningu á innkaupakortumÍ morgun var stigið fyrsta skrefið í mótun innkaupastefnu Húasvíkurbæjar. Starfsmönnum Húsavíkurbæjar voru afhent innkaupakort sem nota á við vörukaup fyrir Húsavíkurbæ og stofnanir hans. Kortin eru með sama sniði og almenn kreditkort og hafa þeir starfsmenn sem annast innkaup í nafni Húsavíkurbæjar slík kort til umráða.

Í morgun var stigið fyrsta skrefið í mótun innkaupastefnu Húasvíkurbæjar. Starfsmönnum Húsavíkurbæjar voru afhent innkaupakort sem nota á við vörukaup fyrir Húsavíkurbæ og stofnanir hans. Kortin eru með sama sniði og almenn kreditkort og hafa þeir starfsmenn sem annast innkaup í nafni Húsavíkurbæjar slík kort til umráða. Helsti munurinn á innkaupakortum og almennum kreditkortum er sá að hægt er að stjórna heimildum og skipta þeim upp eftir mánuðum í samræmi við fjárhagsramma hverrar stofnunar. Með þessu móti gefst forstöðumönnum deilda/sviða kostur á að fylgjast nákvæmlega með vörukaupum sinnar stofnunar á rafrænan hátt. Gert er ráð fyrir að í framhaldinu verði kortin tengd bókhaldssviðinu beint og geti viðkomandi ábyrgðaraðili bókað reikninginn og samþykkt í gegnum tölvu.

Í tengslum við innleiðingu kortanna er verið að vinna að gerð samninga við verslanir og þjónustuaðila á svæðinu um viðskiptatryggð og afsláttarkjör. Fyrsti samningurinn er í smíðum við Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, og vonast er til að fleiri munu koma í kjölfarið. Þeir sem hafa áhuga á að koma á samningum um viðskipti er bent á að hafa samband við framkvæmdarstjóra Fjármála- og stjórnsýslusviðs Húsavíkurbæjar.

Flestir þurftu að setja upp gleraugun áður en ritað var undir kortasamninginn