Áhættu- og áfallaþolsgreining fyrir sveitarfélagið Norðurþing
Skýrsla slökkviliðsstjóra um greiningu á áhættu og áfallaþoli sveitarfélagsins Norðurþings var samþykkt í sveitarstjórn 22. febrúar sl.
Sveitarfélagið Norðurþing hefur tekið saman alla þá helstu þætti sem taldir eru geta ógnað starfsemi og innviðum sveitarfélagsins. Þetta er gert í samræmi við 16. grein laga um almannavarnir nr. 82/2008 en þar kveður á um skyldu sveitarfélaga að kanna áfallaþol í umdæmi sínu. Í skýrslunni er reynt að greina og leggja mat á áhættu og áfallaþol sveitarfélagsins bæði hvað varðar líkur á að atburðir verði, sem og þeirri viðkvæmni sem samfélagið verður fyrir komi til stóráfalla af völdum þeirra.
Í Norðurþingi er starfandi virk neyðarstjórn sem er skipuð sveitarstjóra, fjármálastjóra og slökkviliðsstjóra. Hún kemur saman og stýrir ákvarðanatöku og þeim verkferlum sem stofnunum og fyrirtækjum sveitarfélagsins ber að vinna eftir þegar þegar vá ber að höndum.
Skýrsluna má finna í heild sinni HÉR