Álit á samningi OH og Global Geothermal
22.02.2011
Tilkynningar
Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur nú lokið yfirferð sinni yfir samning og önnur tilheyrandi gögn er varða samkomulag sem náðist milli Orkuveitu
Húsavíkur ehf. (OH) og Global Geothermal Limited (GGL) um samvinnu vegna viðgerðar og enduruppbyggingar Orkustöðvar OH á Húsavík.
Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur nú lokið yfirferð sinni yfir samning og önnur tilheyrandi gögn er varða samkomulag sem náðist milli Orkuveitu Húsavíkur ehf. (OH) og Global Geothermal Limited (GGL) um samvinnu vegna viðgerðar og enduruppbyggingar Orkustöðvar OH á Húsavík.
Niðurstaða nefndarinner er sú að ákvæði í samningi milli OH og GGL gangi ekki gegn ákvæðum laga um erlenda fjárfestingu.
„Það er ánægjulegt að þessari niðurstöðu hefur nú verið náð. Orkuveitan og Global Geothermal munu nú hefjast handa við viðgerðina. Samvinnan við þá er forsenda fyrir enduruppbyggingu Orkustöðvar Orkuveitu Húsavíkur,“ segir Guðrún Erla Jónsdóttir, framkvæmdastjóri OH.