"Allt hefur áhrif, einkum við sjálf"
22.06.2007
Tilkynningar
Á fundi sveitarstjórnar þriðjudaginn 19. júní sl. var samþykkt stefnumótun Norðurþings vegna þátttöku í
samstarfsverkefni Lýðheilsustöðvar sem nefnist "Allt hefur áhrif, einkum við sjálf".
Á fundi sveitarstjórnar þriðjudaginn 19. júní sl. var samþykkt stefnumótun Norðurþings vegna þátttöku í samstarfsverkefni Lýðheilsustöðvar sem nefnist "Allt hefur áhrif, einkum við sjálf".
Í febrúar 2005 samþykkti bæjarstjórn Húsavíkurbæjar að fenginni tillögu fræðslunefndar að taka þátt í samstarfsverkefni Lýðheilsustöðvar "Allt hefur áhrif, einkum við sjálf". Í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar var í samræmi við vinnuleiðbeiningar Lýðheilsustöðvar skipaður stýrihópur vegna verkefnisins. Í kjölfar sameiningar sveitarfélaga í júní 2006 var hópurinn útvíkkaður í samræmi við samþykkt fjölskyldu- og þjónusturáðs og nær til alls sveitarfélagsins Norðurþings.