Alþjóðadagur móðurmálsins
24.02.2014
Tilkynningar
Íslenska UNESCO-nefndin og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum hafa ákveðið að efna til nokkurra viðburða
í vikunni 21.-28. febrúar í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins.
Leitað hefur verið eftir samstarfi við fjölmarga aðila og eru Samtökin Móðurmál, Kennarasamband Íslands, Skóla - og frístundasvið og Borgarbókasafn Reykjavíkur meðal þeirra. Í tilefni þessa dags í ár verður vakin athygli á starfi fjölmargra aðila sem tengjast ólíkum móðurmálum, hvatt til umræðu í skólum um hvernig sé hægt að koma til móts við nemendur sem tala annað móðurmál en íslensku og myndböndum um efnið komið á framfæri. Efnt verður til samvinnu við skóla um allt land sem felur í sér skráningu einstakra bekkja á tungumálaforða sínum, og haldinn verður sérstakur fyrirlestur um ólík móðurmál í skólakerfinu.