Alþjóðlegt námskeið um sjávarspendýr haldið á Húsavík
17.09.2008
Tilkynningar
Alþjóðlegt háskólanámskeið í sjávarspendýrafræði er nú í fyrsta sinn kennt við Rannsókna- og
fræðasetur Háskóla Íslands á Húsavík. Sjávarspendýrafræðingarnir Dr. Marianne Rasmussen, forstöðumaður
Rannsókna- og fræðasetursins á Húsavík, og Dr. Patrick Miller frá St. Andrews háskóla í Skotlandi eru umsjónarmenn
námskeiðsins sem er samvinnuverkefni Háskóla Íslands og St. Andrews háskóla. Fjórtán háskólanemar frá Bretlandi,
Bandaríkjunum, Þýskalandi, Indlandi og Íslandi sækja námskeiðið, flestir meistaranemar.
Í fyrstu lotu hafa nemarnir verið um borð í bátum Norðursiglingar á Húsavík og safnað gögnum um hvali og höfrunga á
Skjálfanda; auk þess sem fylgst hefur verið með ferðum dýranna úr vitanum við Húsavík.Alþjóðlegt háskólanámskeið í sjávarspendýrafræði er nú í fyrsta sinn kennt við Rannsókna- og
fræðasetur Háskóla Íslands á Húsavík. Sjávarspendýrafræðingarnir Dr. Marianne Rasmussen, forstöðumaður
Rannsókna- og fræðasetursins á Húsavík, og Dr. Patrick Miller frá St. Andrews háskóla í Skotlandi eru umsjónarmenn
námskeiðsins sem er samvinnuverkefni Háskóla Íslands og St. Andrews háskóla. Fjórtán háskólanemar frá Bretlandi,
Bandaríkjunum, Þýskalandi, Indlandi og Íslandi sækja námskeiðið, flestir meistaranemar.
Í fyrstu lotu hafa nemarnir verið um borð í bátum Norðursiglingar á Húsavík og safnað gögnum um hvali og höfrunga á Skjálfanda; auk þess sem fylgst hefur verið með ferðum dýranna úr vitanum við Húsavík.Þá verður hluti námskeiðsins helgaður andarnefjunum sem hafa haldið sig í Pollinum við Akureyri undanfarnar vikur en andarnefja er djúpsjávarhvalur og fátítt að hún sé lengi nálægt landi. Meðal annars verður rannsakað hvaða æti hvalirnir hafa inni á Pollinum. Hljóð sem andarnefjurnar gefa frá sér verða tekin upp með neðansjávarhljóðnema og kannað hvort upptökurnar nema sérstök hljóð sem tannhvalir gefa frá sér þegar þeir elta bráð. Atferli hvalanna verður einnig skoðað og fylgst með þeim úr landi.
Auk fræðaseturs Háskóla Íslands koma tvær stofnanir á Norðurlandi sem báðar tengjast rannsóknum á sjávarspendýrum og ferðaþjónustu að námskeiðinu. Á Hvalasafninu á Húsavík eru fyrirlestrar um sögu hvalveiða, vistkerfi og hvalastofn Skjálfandaflóa, og um aðferðafræði sjávarspendýrarannsókna, en hjá Selasetri Íslands á Hvammstanga kynnast nemarnir vettvangsrannsóknum á selalátrum við Vatnsnes.
Í fyrstu lotu hafa nemarnir verið um borð í bátum Norðursiglingar á Húsavík og safnað gögnum um hvali og höfrunga á Skjálfanda; auk þess sem fylgst hefur verið með ferðum dýranna úr vitanum við Húsavík.Þá verður hluti námskeiðsins helgaður andarnefjunum sem hafa haldið sig í Pollinum við Akureyri undanfarnar vikur en andarnefja er djúpsjávarhvalur og fátítt að hún sé lengi nálægt landi. Meðal annars verður rannsakað hvaða æti hvalirnir hafa inni á Pollinum. Hljóð sem andarnefjurnar gefa frá sér verða tekin upp með neðansjávarhljóðnema og kannað hvort upptökurnar nema sérstök hljóð sem tannhvalir gefa frá sér þegar þeir elta bráð. Atferli hvalanna verður einnig skoðað og fylgst með þeim úr landi.
Auk fræðaseturs Háskóla Íslands koma tvær stofnanir á Norðurlandi sem báðar tengjast rannsóknum á sjávarspendýrum og ferðaþjónustu að námskeiðinu. Á Hvalasafninu á Húsavík eru fyrirlestrar um sögu hvalveiða, vistkerfi og hvalastofn Skjálfandaflóa, og um aðferðafræði sjávarspendýrarannsókna, en hjá Selasetri Íslands á Hvammstanga kynnast nemarnir vettvangsrannsóknum á selalátrum við Vatnsnes.