Fara í efni

Ályktun bæjarstjórnar

Bæjarstórn Húsavíkur samþykkti á fundi í gær, þriðjudaginn 26. október, ályktun um málefni grunnskólans.

Bæjarstórn Húsavíkur samþykkti á fundi í gær, þriðjudaginn 26. október, ályktun um málefni grunnskólans.

 

 

 

 

Ályktun um málefni grunnskólans. 

Samþykkt á fundi bæjarstjórnar Húsavíkurbæjar 26.október 2004.

“           Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar lýsir þungum áhyggjum vegna þeirrar erfiðu stöðu sem uppi er í málefnum grunnskólans og telur að málsaðilar nái vart saman við óbreyttar aðstæður.

            Sveitarfélög  og kennarar verða því að ganga saman til þess verks, sem er að endurskoða allt starfsumhverfi grunnskólans, þannig að bæði sveitarfélögin,sem rekstraraðilar grunnskólans,og kennarar geti við unað. Við þá endurskoðun þarf  að tryggja að faglegt starf grunnskólans stjórnist af sameiginlegum markmiðum skólasamfélagsins.

            Forsenda þess að nauðsynlegur árangur verði af þessarri endurskoðun er að samvinna takist við ríkisvaldið um endurskoðun á þeim lagaramma,sem grunnskólanum og rekstri sveitarfélaganna er settur “.