Ályktun vegna uppbyggingu orkufreks iðnaðar
Á fundi bæjarstjórnar Húsavíkur í gær var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða:
“Í ljósi þeirrar umræðu sem uppi er í fjölmiðlum varðandi uppbyggingu orkufreks iðnaðar, einkum álvera,
vill bæjarstjórn Húsavíkurbæjar minna á og árétta þann vilja stjórnvalda að næsta álver muni rísa
á Norðurlandi. Um langt árabil hefur verið unnið að undirbúningi málsins, í samvinnu við stjórnvöld. Forsendur uppbyggingarinnar eru
aðgengi að nærliggjandi orkuauðlindum á háhitasvæðum Þingeyjarsýslu. Um nauðsyn hennar með hliðsjón af
byggðaþróun í landinu þarf ekki að fjölyrða.
Á fundi bæjarstjórnar Húsavíkur í gær var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða:
“Í ljósi þeirrar umræðu sem uppi er í fjölmiðlum varðandi uppbyggingu orkufreks iðnaðar, einkum álvera,
vill bæjarstjórn Húsavíkurbæjar minna á og árétta þann vilja stjórnvalda að næsta álver muni rísa
á Norðurlandi. Um langt árabil hefur verið unnið að undirbúningi málsins, í samvinnu við stjórnvöld. Forsendur uppbyggingarinnar eru
aðgengi að nærliggjandi orkuauðlindum á háhitasvæðum Þingeyjarsýslu. Um nauðsyn hennar með hliðsjón af
byggðaþróun í landinu þarf ekki að fjölyrða.
Þær hugmyndir sem nýlega hafa verið kynntar og lúta að því að ráðast
í stórfellda uppbyggingu í áliðnaði á suðvesturhorninu, á undan uppbyggingu hér, eru að mati bæjarstjórnar fráleit
byggðastefna. Hvergi á landinu stendur uppbygging og fjárfesting með meiri blóma en á því svæði, sem m.a. endurspeglast í minna
atvinnuleysi þar en á landsbyggðinni, stöðugri fólksfjölgun, hærra tekjustigi og allt öðru fasteignaverði.
Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar treystir því að
stjórnvöld taki af skarið og árétti í orði og verki þann vilja sinn að næsta álver rísi á Norðurlandi.”