Fara í efni

Áramótabrennan á Húsavík

Kveikt verður á áramótabálkesti Húsavíkur klukkan 16:00 þann 31. desember.  Kiwanisklúbburinn Skjálfandi sér um flugeldasýningu en útskriftarnemar FSH sjá um að tendra eldinn. Komum saman og kveðjum árið 2008 og fögnum því nýja!

Kveikt verður á áramótabálkesti Húsavíkur klukkan 16:00 þann 31. desember.  Kiwanisklúbburinn Skjálfandi sér um flugeldasýningu en útskriftarnemar FSH sjá um að tendra eldinn.

Komum saman og kveðjum árið 2008 og fögnum því nýja!

Munið að koma hvorki með flugelda né blys að brennunni!  Látum fagmennina í Kiwanisklúbbnum sjá um þá hluti.

Á miðnætti mun Björgunarsveitin Garðar breyta ártalinu í fjallinu úr 2008 í 2009.

Hestaeigendur vinsamlegast hugið að hestum ykkar vegna flugeldasýningar!

Æskulýðsfulltrúi