Fara í efni

Áramótabrennur 2018 - UPPFÆRT

Áramótabrennur í Norðurþingi 2018 - UPPFÆRT

ATH !!! BREYTTUR TÍMI Á HÚSAVÍK !!!
Vegna slæmrar veðurspár verður brennan á Húsavík kl 20.00 en ekki kl. 16.30

Áramótabrennur og flugeldasýningar í Norðurþing verða á sínum stað venju samkvæmt. Flugeldasýningin á Húsavík er í boði Kiwanisklúbbsins Skjálfanda en á Kópaskeri og Raufarhöfn sjá björgunarsveitirnar Núpar og Pólstjarnan um að lýsa upp næturhimininn. Flugeldasýningarnar hefjast um 15 mínútum eftir að kveikt hefur verið í brennunum. Brennurnar/sýningarnar eru eftirfarandi:

* Húsavík – Skjólbrekku – kveikt uppí kl. 20.00

* Kópasker – við sorpurðunarstað - kveikt uppí kl. 20.30

* Raufarhöfn – Höfði – kveikt uppí kl 21.00

 Yfirlit yfir allar brennur á landinu má sjá inná vefnum syslumenn.is

Fjölskyldur eru sérstaklega hvattar til að mæta saman á viðburðina og eiga saman góða stund.

Samvera skapar góð tengsl, en fjöldi rannsókna sýna að börn og unglingar sem verja tíma með foreldrum sínum eru síður líklegir til að sýna ýmis konar áhættuhegðun.