Árlegur fundur bæjarstjórnar með þingmönnum Norðausturkjördæmis
Þingmenn kjördæmisins voru á ferðinni á Húsavík í liðinni viku í svokallaðri kjördæmaviku þingmanna sem þeir nýta til að eiga fundi með sveitarstjórnum og ýmsum öðrum aðilum heima í héraði. Bæjarstjórn átti góðan fund með þeim þar sem farið var yfir fjölmörg mál á ýmsum sviðum.
Þingmenn kjördæmisins voru á ferðinni á Húsavík í liðinni viku í svokallaðri kjördæmaviku þingmanna sem þeir nýta til að eiga fundi með sveitarstjórnum og ýmsum öðrum aðilum heima í héraði. Bæjarstjórn átti góðan fund með þeim þar sem farið var yfir fjölmörg mál á ýmsum sviðum.
Að vanda voru samgöngu- og fjarskiptamálin fyrirferðarmikil en einnig var lögð áhersla á uppbyggingu þekkingarstarfsemi og mál er tengjast uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Áherslur bæjarstjórnar varðandi nýtingu orkuauðlinda héraðsins voru einnig áréttaðar. Þá var staða rækjuiðnaðarins til umræðu og að lokum var komið inná stuðning ríkisvaldsins við rekstur hitaveitna víða um land.
Á fundinum var lagt fram minnisblað þar sem farið var efnislega yfir þau mál sem til umræðu voru. Minnisblaðið má nálgast í heild sinni með því að smella hér.