Ársreikningar 2004 afgreiddir í bæjarstjórn
Á fundi bæjarstjórnar 24. maí s.l. voru ársreikningar Húsavíkurbæjar fyrir 2004 afgreiddir við síðari umræðu. Helstu niðurstöður hans voru birtar í fréttatilkynningu þ. 11. maí s.l.
Á fundi bæjarstjórnar 24. maí s.l. voru ársreikningar Húsavíkurbæjar fyrir 2004 afgreiddir við síðari umræðu. Helstu niðurstöður hans voru birtar í fréttatilkynningu þ. 11. maí s.l., en þar var villa í töflu um nefndarlaun, sem tekin var úr endurskoðunarbók. Villan hefur engin áhrif á niðurstöður, aðeins sundurliðanir. Nefndarlaun voru kr. 10.150.000 en ekki kr. 16.030.000 og lækka því um 8,52% á milli ára. Í þeim upplýsingum sem birtust á vef Kauphallarinnar þ. 11. maí kom fram að hækkun um 44,47% hefði orðið á nefndarlaunum, en nefndarlaun lækkuðu um 8,52% á milli ára, eins og áður sagði. Ársreikninginn og greinargerð bæjarstjóra má lesa með því að smella á tenglana hér fyrir neðan.
Ársreikningar 2004 Greinargerð bæjarstjóra með ársreikningum 2004