Ársreikningar 2005 kynntir í bæjarráði í gær 23. mars 2006
Ársreikningur Húsavíkurbæjar 2005
Ársreikningur Húsavíkurbæjar fyrir árið 2005 var lagður fram til kynningar í bæjarráði í gær.
Rekstur sveitarfélagsins var í megin atriðum í samræmi við áætlun. Afskrift hlutabréfaeignar og reiknuð hækkun lífeyrisskuldbindinga, sem var verulega hærri en áætlun gerði ráð fyrir, setur mark sitt á rekstrarniðurstöðuna.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins námu 1.374 mkr. og rekstrargjöld 1.456 mkr. en þar af nam reiknuð hækkun lífeyrisskuldbindinga 96 mkr.
Ársreikningur Húsavíkurbæjar 2005
Ársreikningur Húsavíkurbæjar fyrir árið 2005 var lagður fram til kynningar í bæjarráði í gær.
Rekstur sveitarfélagsins var í megin atriðum í samræmi við áætlun. Afskrift hlutabréfaeignar og reiknuð hækkun lífeyrisskuldbindinga, sem var verulega hærri en áætlun gerði ráð fyrir, setur mark sitt á rekstrarniðurstöðuna.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins námu 1.374 mkr. og rekstrargjöld 1.456 mkr. en þar af nam reiknuð hækkun lífeyrisskuldbindinga 96 mkr.
Fjármagnsliður var neikvæður um 224 mkr. en þar af nemur gjaldfærð afskrift hlutabréfa 150 mkr. Rekstrarniðurstaða ársins varð neikvæð um 306 mkr. en í áætlun var gert ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu uppá 322 millj. króna.
Peningalegar eignir sveitarfélagsins í árslok námu 661 millj. króna og skuldir og skuldbindingar samtals 3.588 millj. en þar af eru 770 mkr. vegna lífeyrisskuldbindinga. Skuldir umfram peningalegar eignir námu því 2.921 mkr. samanborið við 2.738 mkr. í árslok 2004. Eigi fé í árslok er 929 mkr. og eiginfjarhlutfallið 20,6% samanborið við 1.225 mkr. og 25,8% í árslok 2004.
Veltufé frá rekstri nam 97 millj. samanborið við 82 millj. skv. fjárhagsáætlun. Fjárfestingarhreyfingar námu 48 millj. Ný lán voru tekin fyrir 536 mkr. en afborganir námu 636 mkr.
Húsavíkurbær mun sameinast Kelduneshreppi, Raufarhafnarhreppi og Öxarfjarðarhreppi á miðju þessu ári. Sameining sveitarfélaganna er til þess fallin að styrkja stöðuna í því mikilvæga verkefni að byggja upp orkufrekan iðnað á svæðinu og snúa þannig við neikvæðri rekstrarafkomu sveitarfélagsins.
Ársreikningurinn í heild sinni er birtur hér.