Fara í efni

Ársreikningar fyrir árið 2003 samþykktir

Ársreikningar Húsavíkurbæjar fyrir árið 2003 voru afgreiddir við síðari umræðu í bæjarstjórn 18. maí s.l. Heildartekjur bæjarfélagsins urðu heldur minni en upphafleg fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir og munar þar tæpum 22 millj. Rekstrargjöld fóru 65 millj. fram úr áætlunum og munar þar mest um hækkun á reiknaðri lífeyrisskuldbindingu (42,6 millj.) og afskriftir viðskiptakrafna vegna gjaldþrota (20,7 millj.).  Almennur rekstur stofnana og þjónustumálaflokka var hins vegar almennt í góðu samræmi við áætlanir.

Ársreikningar Húsavíkurbæjar fyrir árið 2003 voru afgreiddir við síðari umræðu í bæjarstjórn 18. maí s.l.
Heildartekjur bæjarfélagsins urðu heldur minni en upphafleg fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir og munar þar tæpum 22 millj. Rekstrargjöld fóru 65 millj. fram úr áætlunum og munar þar mest um hækkun á reiknaðri lífeyrisskuldbindingu (42,6 millj.) og afskriftir viðskiptakrafna vegna gjaldþrota (20,7 millj.).  Almennur rekstur stofnana og þjónustumálaflokka var hins vegar almennt í góðu samræmi við áætlanir.

Ársreikningar 2003 – halli á rekstri en lausafjárstaða góð

Ársreikningar Húsavíkurbæjar fyrir árið 2003 voru afgreiddir við síðari umræðu í bæjarstjórn 18. maí s.l.

Heildartekjur bæjarfélagsins, þ.e. sveitarsjóðs og fyrirtækja hans voru kr. 1.190.852 þús. og rekstrargjöld án fjármagnsliða kr. 1.191.522 þús. Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða var því neikvæð um kr. 670 þús. Fjármagnsgjöld voru kr. 103.176 þús. og rekstrarniðurstaða ársins því neikvæð um kr. 103.846 þús. samanborið við 207.052 þús. króna rekstrarhagnað árið 2002.
Afkoma A-hluta, sveitarsjóðs, þar sem skatttekjum er ráðstafað var neikvæð um kr. 67.805 samanborið við 139.644 þús. króna hagnað 2002.  Tekjur A-hluta voru 863.576 þús. en rekstrargjöld kr. 910.430 þús. Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða var því neikvæð um kr. 46.854 og fjármagnsgjöld voru kr. 20.951 þús.

Heildartekjur bæjarfélagsins urðu heldur minni en upphafleg fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir og munar þar tæpum 22 millj. Rekstrargjöld fóru 65 millj. fram úr áætlunum og munar þar mest um hækkun á reiknaðri lífeyrisskuldbindingu (42,6 millj.) og afskriftir viðskiptakrafna vegna gjaldþrota (20,7 millj.).  Almennur rekstur stofnana og þjónustumálaflokka var hins vegar almennt í góðu samræmi við áætlanir.

Eigið fé bæjarfélagsins er kr. 1.291 millj. eða 28% af niðurstöðutölu efnahagsreiknings í árslok og skuldir umfram peningarlegar eignir kr. 2.612 millj. sem er hækkun um 2,2% frá fyrra ári.  
Veltufé frá rekstri nam kr. 97.955 þús. Fjárfestingar ársins námu kr. 374.511 þús. en söluverð rekstrarfjármuna og önnur framlög voru kr. 367.800 þús. og fjárfestingarhreyfingar nettó því kr. 6.711 þús. Tekin voru ný langtímalán að upphæð kr. 323.959 þús. en afborganir eldri langtímalána og lækkun skammtímaskulda nam kr. 229.734 þús. Lausafjárstaðan var góð í árslok, veltufjárhlutfall 1,10, og hækkaði handbært fé um kr. 138.998 þús. á árinu og nam í árslok rúmri 231 millj. kr.

Þetta er annað árið sem gert er upp skv. nýjum reikningsskilum sveitarfélaga og eru helstu kennitölur rekstrarins fyrir þessi tvö ár (sem hlutfall af rekstrartekjum) eftirfarandi:

                                                                        Sveitarsjóður            Samstæða

                                                                        2002    2003            2002        2003   

Rekstrargjöld án fjármagnsliða                        86,0%  105,4%       85,9%       100,1%

Rekstrargjöld án afskrifta                                 83,6%  102,5%       75,2%       89,4%

Rekstrarhagnaður án afskrifta (EBITDA)          15,9%    -2,4%        24,4%       10,6%

Hreint veltufé frá rekstri                                    8,7%     2,5%        13,6%         8,2%

Ársreikningana ásamt greinargerð bæjarstjóra er að finna hér á heimasíðunni undir flipanum Upplýsingar.