Ársreikningur Norðurþings 2018
03.06.2019
Tilkynningar
Ársreikningur Norðurþings 2018 var lagður fram til seinni umræðu í sveitarstjórn 14. maí síðastliðinn og var eftirfarandi bókað á 92. fundi sveitarstjórnar;
Ársreikningurinn er lagður fram til seinni umræðu í sveitarstjórn.
Kristján Þór fór yfir ársreikninginn.
Kristján Þór leggur fram eftirfarandi bókun; Meirihluti sveitarstjórnar Norðurþings lýsir yfir ánægju með ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2018. Niðurstaðan er staðfesting á að vel hafi tekist til við að koma sveitarfélaginu í sóknarstöðu í kjölfar uppbyggingar atvinnulífsins á síðustu árum. Íbúafjölgunin á síðustu árum er afar jákvæð á sama tíma og okkur hefur tekist að halda stöðugildafjölda hjá sveitarfélaginu nánast óbreyttum þrátt fyrir aukið álag. Tekjur hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár og lántökum verið haldið í lágmarki. Ársreikningurinn sýnir að helstu kennistærðir í rekstri sveitarfélagins eru vel ásættanlegar. Skuldahlutfall samstæðunnar er komið niður í 71% í A-hluta samstæðunnar og 94% í A og B samantekið. Skuldir hafa aðeins aukist um 0,2% í A-hluta og 2,4% í samstæðunni frá árinu 2015, á meðan að rekstrartekjur hafa aukist um 40% yfir sama tímabil. Við viljum koma á framfæri kærum þökkum til starfsmanna sveitarfélagsins sem stóðu sig vel á síðasta ári við að veita góða þjónustu í samræmi við það fjármagn sem áætlanir sveitarstjórnar gerðu ráð fyrir. Mannauður Norðurþings er forsenda fyrir áframhaldandi góðum rekstri og eflingu þjónustu við íbúa.
Kristján Þór Magnússon
Örlygur Hnefill Örlygsson
Heiðbjört Ólafsdóttir
Óli Halldórsson
Silja Jóhannesdóttir
Kristján Þór leggur fram eftirfarandi bókun; Meirihluti sveitarstjórnar Norðurþings lýsir yfir ánægju með ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2018. Niðurstaðan er staðfesting á að vel hafi tekist til við að koma sveitarfélaginu í sóknarstöðu í kjölfar uppbyggingar atvinnulífsins á síðustu árum. Íbúafjölgunin á síðustu árum er afar jákvæð á sama tíma og okkur hefur tekist að halda stöðugildafjölda hjá sveitarfélaginu nánast óbreyttum þrátt fyrir aukið álag. Tekjur hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár og lántökum verið haldið í lágmarki. Ársreikningurinn sýnir að helstu kennistærðir í rekstri sveitarfélagins eru vel ásættanlegar. Skuldahlutfall samstæðunnar er komið niður í 71% í A-hluta samstæðunnar og 94% í A og B samantekið. Skuldir hafa aðeins aukist um 0,2% í A-hluta og 2,4% í samstæðunni frá árinu 2015, á meðan að rekstrartekjur hafa aukist um 40% yfir sama tímabil. Við viljum koma á framfæri kærum þökkum til starfsmanna sveitarfélagsins sem stóðu sig vel á síðasta ári við að veita góða þjónustu í samræmi við það fjármagn sem áætlanir sveitarstjórnar gerðu ráð fyrir. Mannauður Norðurþings er forsenda fyrir áframhaldandi góðum rekstri og eflingu þjónustu við íbúa.
Kristján Þór Magnússon
Örlygur Hnefill Örlygsson
Heiðbjört Ólafsdóttir
Óli Halldórsson
Silja Jóhannesdóttir