Fara í efni

Ársskýrsla Hafnasjóðs Norðurþings

Ársreikningur Hafnasjóðs Norðurþings var samþykktur samhljóða í síðari umræðu í sveitarstjórn 2. maí sl.

Með ársreikningi fylgdi nú í fyrsta sinn Ársskýrsla Hafnasjóðs með upplýsingum um starfsemina á árinu, rekstrarafkomu ársins og horfur til framtíðar.

Hægt er að nálgast Ársskýrslu Hafnasjóðs hér.

Heildartekjur Hafnarsjóðs voru 291 m.kr á árinu 2023 á móti 290 m.kr árið áður, áætlun gerði ráð fyrir að tekjur yrðu um 322 m.kr á árinu. Vöru og skipagjöld lækkuðu um 25 m.kr á milli ára sem helgast af

því að PCC Bakkisilicon var á hálfum afköstum allt árið 2023.

Laun og launatengd gjöld voru 104 m.kr á árinu á móti 89 m.kr árið áður. Sú hækkun skýrist m.a. að því að Hafnarsjóður var með dráttarbát frá Hafnarsamlagi Norðurlands í rekstri yfir sumarið alls í 4

mánuði á árinu 2023. Stöðugildi voru að meðaltali 5,4 yfir árið. Annar rekstrarkostnaður var 85 m.kr og hækkaði um 9 m.kr á milli ára. Afskriftir voru 78 m.kr á móti 75 m.kr árið áður.

Hagnaður af rekstri fyrir fjármagngjöld var 25 m.kr á móti 49 m.kr árið áður og munar þar sömu upphæð og samdrátturinn í vöru og skipagjöldum var á árinu.

Fjármagnsgjöldin voru 159 m.kr á árinu samanborðið við 166 m.kr á árinu áður.

Tap ársins var 134 m.kr en var áætlað 133 m.kr.

Rekstur Hafnasjóðs Norðurþings veltur að miklu leyti á vöru- og skipagjöldum. Frekari atvinnuuppbygging á svæðinu við Bakka er mikilvæg fyrir höfnina til framtíðar. Ekki er hægt að ætla annað en frekari aukning verði í komu ferðamanna á svæðinu sem skilar sér í meiri umferð um höfnina og frekari þjónustutekjum fyrir hafnirnar. Hafnastjórn hefur gert samkomulag við Húsavíkurstofu um að markaðsetja hafnir Norðurþings og þá sérstaklega fyrir skip og skipagerðir sem henta okkar höfnum. Hafnastjórn hefur miklar væntingar til þess að vinnan skili sér í töluvert i aukinni komu skemmtiferðaskipa á næstu árum.