Fara í efni

AÞ auglýsir tímabundið ráðgjafastarf

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga auglýsir fullt starf ráðgjafa með ráðningartíma út ágúst 2017.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Megin verkefnið er aðstoð við styrkingu innviða fyrirtækja á svæðinu til að gera þau hæfari í að takast á við þau tækifæri sem m.a. skapast vegna þeirrar miklu uppbyggingar sem nú stendur yfir í héraðinu.

 Starfslýsing

  • Greining á þörfum og tækifærum fyrirtækja í samvinnu við eigendur og stjórnendur
  • Aðstoð við innleiðingu breytinga t.a.m. öryggis- og gæðakerfa
  • Greina tækifæri til frekari skilvirkni hjá fyrirtækjum
  • Aðstoða við önnur mál sem upp koma

Hæfniskröfur

  • Reynsla af samskonar vinnu eða önnur reynsla í fyrirtækjaumhverfi sem nýtist
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. viðskiptafræði
  • Hæfni til að lesa í ársreikninga og almenn tölugleggni
  • Færni í notkun upplýsingatækni er kostur
  • Sjálfstæði í starfi og reynsla af því að leiða verkefni

Hlutverk AÞ er að kynna kosti, möguleika og tækifæri til atvinnustarfsemi á svæðinu auk þess að standa vörð um og stuðla að eflingu atvinnulífsins með stuðningi, ráðgjöf og upplýsingagjöf. Starfssvæði félagsins er frá Þingeyjarsveit í vestri til Langanesbyggðar í austri og eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um starfið.

Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri félagsins, Reinhard Reynisson í síma 464 0415 eða í gegnum tölvupóstfangið reinhard@atthing.is og skila skal kynningarbréfi og ferilskrá á sama netfang fyrir 10. október nk.