Fara í efni

Athafnalóðir á nýrri landfyllingu í Suðurfjöru á Húsavík

Framkvæmdanefnd Norðurþings er nú að undirbúa lóðir á nýrri landfyllingu í Suðurfjöru á Húsavík.  Breyting á deiliskipulagi svæðisins er nú í almennri kynningu skv. skipulagslögum.  Í fyrirliggjandi tillögu er reiknað með að útbúnar verði þar sjö nýjar athafnalóðir.  Fyrirhugað er að ráðstafa lóðunum undir byggingar eins fljótt og auðið er og því auglýsir nefndin eftir aðilum sem óska lóða á svæðinu.  Þeir sem áhuga kynnu að hafa á lóð á svæðinu er bent á að senda upplýsingar þar um á skipulags- og byggingarfulltrúa Norðurþings (gaukur@nordurthing.is) fyrir 18. mars n.k.  Þar verði gerð grein fyrir uppbyggingaráformum og fyrirhugaðri starfsemi og verða þær upplýsingar m.a. lagðar til grundvallar ráðstöfun lóða.  Þar sem deiliskipulag er ekki fullmótað er enn möguleiki á að koma til móts við óskir áhugasamra aðila varðandi breytingar á skipulagstillögu.  Nánari upplýsingar um fyrirliggjandi skipulagstillögu veitir skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings.

 

Pétur Vopni Sigurðsson

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings